Bank-Pick Szeged vann þá fimm marka útisigur á Carbonex-Komló, 33-28. Szeged var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19-15.
Íslendingaliðin eru nú jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar með tólf sigra í þrettán leikjum en Szeged vann innbyrðis leik liðanna á dögunum og tekur því toppsætið.
Janus Daði skoraði þrjú mörk í leiknum og nýtt öll skotin sín.Hann skoraði níunda og sextánda mark liðsins í fyrri hálfleiknum og kom liðinu síðan í 30-26 á lokakaflanum.
Szeged hefur unnuð sex deildarleiki í röð eða alla leiki síðan liðið tapaði frekar óvænt á móti Csurgoi 19. október síðastliðnum. Einn af þessum sex sigurleikur er 28-24 sigur á móti Veszprem 16. nóvember.
Benjámin Szilágyi var markahæstur hjá liðinu í dag með sex mörk en þeir Mario Sostaric, Bence Bánhidi og Magnus Abelvik Röd skoruðu fjögur mörk hver.