Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 08:00 Timo Werner olli stjóra sínum miklum vonbrigðum í gær. Getty/Robbie Jay Barratt Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var ekki feiminn við að viðurkenna að hann var hundóánægður með Þjóðverjann Timo Werner í Evrópudeildarleiknum við Rangers í gærkvöld. Postecoglou tók hinn 28 ára gamla og 57 landsleikja Werner af velli eftir fyrri hálfleik og setti Dejan Kulusevski inn á, og náði Svíinn að tryggja Tottenham 1-1 jafntefli með marki í seinni hálfleiknum. Í byrjunarliði Tottenham var hinn 18 ára gamli Archie Gray í vörninni, vegna meiðslakrísu hjá miðvörðum liðsins, en það var Werner sem olli Postecoglou vonbrigðum: „Hann var ekki einu sinni nálægt því stigi sem hann á að vera að spila á. Þegar maður er með 18 ára menn að spila þá get ég ekki liðið svona, og ég sagði það við Timo. Hann er reyndur, þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou við Sky Sports. Ange Postecoglou var ósáttur í Glasgow í gær.Getty/Steve Welsh „Eins og staðan er núna þá höfum við ekki marga valmöguleika. Ég þarf á því að halda að allir reyni að minnsta kosti sitt besta. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var óviðunandi,“ sagði Postecoglou. Aðspurður hvernig Werner hefði tekið því að vera kippt svona af velli svaraði stjórinn: „Ég veit það ekki. Það skiptir í raun ekki máli. Við þurfum á því að halda að allir, hann þar á meðal, leggi sitt af mörkum því breiddin er ekki næg til þess að við getum haft menn utan hóps ef þeir standa sig ekki. Menn verða að sinna sínu hlutverki, sérstaklega reyndari leikmenn. Þegar ég bið unga leikmenn um að taka að sér risahlutverk þá ætlast ég til ákveðinnar frammistöðu frá eldri leikmönnum og þannig var það ekki í dag.“ Werner kom að láni til Tottenham frá RB Leipzig í janúar og framlengdi svo dvöl sína út þessa leiktíð. Hann hefur spilað nítján leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Eftir sex umferðir af átta í Evrópudeildinni er Tottenham með ellefu stig í 9. sæti, en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.-24. sæti komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Síðustu tvær umferðirnar verða kláraðar eftir áramót. Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Postecoglou tók hinn 28 ára gamla og 57 landsleikja Werner af velli eftir fyrri hálfleik og setti Dejan Kulusevski inn á, og náði Svíinn að tryggja Tottenham 1-1 jafntefli með marki í seinni hálfleiknum. Í byrjunarliði Tottenham var hinn 18 ára gamli Archie Gray í vörninni, vegna meiðslakrísu hjá miðvörðum liðsins, en það var Werner sem olli Postecoglou vonbrigðum: „Hann var ekki einu sinni nálægt því stigi sem hann á að vera að spila á. Þegar maður er með 18 ára menn að spila þá get ég ekki liðið svona, og ég sagði það við Timo. Hann er reyndur, þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou við Sky Sports. Ange Postecoglou var ósáttur í Glasgow í gær.Getty/Steve Welsh „Eins og staðan er núna þá höfum við ekki marga valmöguleika. Ég þarf á því að halda að allir reyni að minnsta kosti sitt besta. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var óviðunandi,“ sagði Postecoglou. Aðspurður hvernig Werner hefði tekið því að vera kippt svona af velli svaraði stjórinn: „Ég veit það ekki. Það skiptir í raun ekki máli. Við þurfum á því að halda að allir, hann þar á meðal, leggi sitt af mörkum því breiddin er ekki næg til þess að við getum haft menn utan hóps ef þeir standa sig ekki. Menn verða að sinna sínu hlutverki, sérstaklega reyndari leikmenn. Þegar ég bið unga leikmenn um að taka að sér risahlutverk þá ætlast ég til ákveðinnar frammistöðu frá eldri leikmönnum og þannig var það ekki í dag.“ Werner kom að láni til Tottenham frá RB Leipzig í janúar og framlengdi svo dvöl sína út þessa leiktíð. Hann hefur spilað nítján leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Eftir sex umferðir af átta í Evrópudeildinni er Tottenham með ellefu stig í 9. sæti, en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.-24. sæti komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Síðustu tvær umferðirnar verða kláraðar eftir áramót.
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti