Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 08:32 Li Tie verður í fangelsi næstu tuttugu árin, samkvæmt dómnum í dag. Getty/Neville Hopwood Kínverjinn Li Tie, fyrrverandi leikmaður Everton, hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir meðal annars stórfellda spillingu í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Kína. Li Tie, sem er 47 ára gamall, spilaði með mönnum á borð við Wayne Rooney hjá Everton í byrjun þessarar aldar. Hann er stórt nafn í kínverskum fótbolta og þjálfaði kínverska landsliðið í tvö ár til loka ársins 2021. Hann er jafnframt þekktastur þeirra sem sóttir hafa verið til saka eftir rannsókn á spillingu í kínverskum fótbolta. Dómur yfir Li Tie féll í Wuhan í Kína í dag en samkvæmt ríkismiðlinum CCTV þáði hann næstum því 51 milljón jena, eða sem samsvarar næstum milljarði íslenskra króna, í mútur fyrir að velja ákveðna leikmenn í kínverska landsliðið eða hjálpa þeim að fá samninga hjá félagsliðum. Li tie í baráttu við Cristiano Ronaldo í leik með Everton á sínum tíma.Getty/Martin Rickett Ekki nóg með það heldur varði Li og félagið sem hann stýrði, Wuhan Zall, samtals þremur milljónum jena, eða um 57 milljónum króna, í mútur til þess að hann yrði landsliðsþjálfari. Li var einnig sakaður um hagræðingu úrslita frá því þegar hann var þjálfari í kínversku deildinni á árunum 2015-2019. Li og Sun Jihai úr Manchester City skráðu sig í sögubækurnar sem fyrstu kínversku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, árið 2002. Li lék 29 leiki á sinni fyrstu leiktíð með Everton og var einnig í kínverska landsliðinu sem spilaði á HM í fyrsta sinn árið 2002, í Suður-Kóreu og Japan. Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Li Tie, sem er 47 ára gamall, spilaði með mönnum á borð við Wayne Rooney hjá Everton í byrjun þessarar aldar. Hann er stórt nafn í kínverskum fótbolta og þjálfaði kínverska landsliðið í tvö ár til loka ársins 2021. Hann er jafnframt þekktastur þeirra sem sóttir hafa verið til saka eftir rannsókn á spillingu í kínverskum fótbolta. Dómur yfir Li Tie féll í Wuhan í Kína í dag en samkvæmt ríkismiðlinum CCTV þáði hann næstum því 51 milljón jena, eða sem samsvarar næstum milljarði íslenskra króna, í mútur fyrir að velja ákveðna leikmenn í kínverska landsliðið eða hjálpa þeim að fá samninga hjá félagsliðum. Li tie í baráttu við Cristiano Ronaldo í leik með Everton á sínum tíma.Getty/Martin Rickett Ekki nóg með það heldur varði Li og félagið sem hann stýrði, Wuhan Zall, samtals þremur milljónum jena, eða um 57 milljónum króna, í mútur til þess að hann yrði landsliðsþjálfari. Li var einnig sakaður um hagræðingu úrslita frá því þegar hann var þjálfari í kínversku deildinni á árunum 2015-2019. Li og Sun Jihai úr Manchester City skráðu sig í sögubækurnar sem fyrstu kínversku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, árið 2002. Li lék 29 leiki á sinni fyrstu leiktíð með Everton og var einnig í kínverska landsliðinu sem spilaði á HM í fyrsta sinn árið 2002, í Suður-Kóreu og Japan.
Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira