Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 08:32 Li Tie verður í fangelsi næstu tuttugu árin, samkvæmt dómnum í dag. Getty/Neville Hopwood Kínverjinn Li Tie, fyrrverandi leikmaður Everton, hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir meðal annars stórfellda spillingu í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Kína. Li Tie, sem er 47 ára gamall, spilaði með mönnum á borð við Wayne Rooney hjá Everton í byrjun þessarar aldar. Hann er stórt nafn í kínverskum fótbolta og þjálfaði kínverska landsliðið í tvö ár til loka ársins 2021. Hann er jafnframt þekktastur þeirra sem sóttir hafa verið til saka eftir rannsókn á spillingu í kínverskum fótbolta. Dómur yfir Li Tie féll í Wuhan í Kína í dag en samkvæmt ríkismiðlinum CCTV þáði hann næstum því 51 milljón jena, eða sem samsvarar næstum milljarði íslenskra króna, í mútur fyrir að velja ákveðna leikmenn í kínverska landsliðið eða hjálpa þeim að fá samninga hjá félagsliðum. Li tie í baráttu við Cristiano Ronaldo í leik með Everton á sínum tíma.Getty/Martin Rickett Ekki nóg með það heldur varði Li og félagið sem hann stýrði, Wuhan Zall, samtals þremur milljónum jena, eða um 57 milljónum króna, í mútur til þess að hann yrði landsliðsþjálfari. Li var einnig sakaður um hagræðingu úrslita frá því þegar hann var þjálfari í kínversku deildinni á árunum 2015-2019. Li og Sun Jihai úr Manchester City skráðu sig í sögubækurnar sem fyrstu kínversku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, árið 2002. Li lék 29 leiki á sinni fyrstu leiktíð með Everton og var einnig í kínverska landsliðinu sem spilaði á HM í fyrsta sinn árið 2002, í Suður-Kóreu og Japan. Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Li Tie, sem er 47 ára gamall, spilaði með mönnum á borð við Wayne Rooney hjá Everton í byrjun þessarar aldar. Hann er stórt nafn í kínverskum fótbolta og þjálfaði kínverska landsliðið í tvö ár til loka ársins 2021. Hann er jafnframt þekktastur þeirra sem sóttir hafa verið til saka eftir rannsókn á spillingu í kínverskum fótbolta. Dómur yfir Li Tie féll í Wuhan í Kína í dag en samkvæmt ríkismiðlinum CCTV þáði hann næstum því 51 milljón jena, eða sem samsvarar næstum milljarði íslenskra króna, í mútur fyrir að velja ákveðna leikmenn í kínverska landsliðið eða hjálpa þeim að fá samninga hjá félagsliðum. Li tie í baráttu við Cristiano Ronaldo í leik með Everton á sínum tíma.Getty/Martin Rickett Ekki nóg með það heldur varði Li og félagið sem hann stýrði, Wuhan Zall, samtals þremur milljónum jena, eða um 57 milljónum króna, í mútur til þess að hann yrði landsliðsþjálfari. Li var einnig sakaður um hagræðingu úrslita frá því þegar hann var þjálfari í kínversku deildinni á árunum 2015-2019. Li og Sun Jihai úr Manchester City skráðu sig í sögubækurnar sem fyrstu kínversku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, árið 2002. Li lék 29 leiki á sinni fyrstu leiktíð með Everton og var einnig í kínverska landsliðinu sem spilaði á HM í fyrsta sinn árið 2002, í Suður-Kóreu og Japan.
Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira