Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 14:16 Íslenska landsliðið mætti Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í tveimur leikjum ytra í lok október, og tapaði báðum 3-1. Getty/Michael Wade Kvennalandslið Íslands í fótbolta færðist niður um eitt sæti á nýjasta heimslista FIFA sem gefinn var út í dag. Ísland situr nú í 14. sæti á listanum yfir bestu landslið heims eftir að hafa náð sínu besta sæti á síðasta lista með því að vera í 13. sætinu. Á meðan að margar sterkar Evrópuþjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að spila í umspili um að komast á EM í Sviss næsta sumar, þá tryggði Ísland sér farseðilinn þangað með 3-0 sigri gegn Þýskalandi í júlí. Frá því að síðasti listi var gefinn út hefur Ísland því aðeins spilað vináttulandsleiki. Tveir þeirra voru við Bandaríkin vestanhafs í október og töpuðust báðir, 3-1. Bandaríkin eru efst á heimslista og fara því inn í árið 2025 sem besta landslið heims. Ísland lék svo tvo leiki á Spáni fyrir hálfum mánuði og gerði þá markalaust jafntefli við Kanada en tapaði 2-0 fyrir Danmörku. Kanada og Danmörk eru einnig fyrir ofan Ísland en Kanada er í 6. sæti og Danmörk áfram í 12. sæti, rétt fyrir ofan Ísland. Ítalía náði hins vegar að stinga sér upp fyrir Ísland, með því meðal annars að vinna Þýskaland 2-1 í vináttulandsleik og gera 1-1 jafntefli við heimsmeistara Spánar. Næstu leikir Íslands eru í Þjóðadeildinni í febrúar en Ísland er í riðli með Sviss, Frakklandi og Noregi, í A-deildinni. Frakkland er í 11. sæti heimslistans, eftir að hafa misst Holland upp fyrir sig, en Noregur er í 16. sæti og Sviss í 23. sæti. Ef aðeins er horft til Evrópuþjóða er Frakkland í 6. sæti listans, Ísland í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Sviss í 14. sæti. Áður en að næstu leikjum kemur þá bíða stelpurnar okkar eftir því að fá að vita á mánudaginn hverjir mótherjar liðsins verða á EM í Sviss, en dregið verður á mánudaginn. Sjá nánar: Heimslisti FIFA Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
Ísland situr nú í 14. sæti á listanum yfir bestu landslið heims eftir að hafa náð sínu besta sæti á síðasta lista með því að vera í 13. sætinu. Á meðan að margar sterkar Evrópuþjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að spila í umspili um að komast á EM í Sviss næsta sumar, þá tryggði Ísland sér farseðilinn þangað með 3-0 sigri gegn Þýskalandi í júlí. Frá því að síðasti listi var gefinn út hefur Ísland því aðeins spilað vináttulandsleiki. Tveir þeirra voru við Bandaríkin vestanhafs í október og töpuðust báðir, 3-1. Bandaríkin eru efst á heimslista og fara því inn í árið 2025 sem besta landslið heims. Ísland lék svo tvo leiki á Spáni fyrir hálfum mánuði og gerði þá markalaust jafntefli við Kanada en tapaði 2-0 fyrir Danmörku. Kanada og Danmörk eru einnig fyrir ofan Ísland en Kanada er í 6. sæti og Danmörk áfram í 12. sæti, rétt fyrir ofan Ísland. Ítalía náði hins vegar að stinga sér upp fyrir Ísland, með því meðal annars að vinna Þýskaland 2-1 í vináttulandsleik og gera 1-1 jafntefli við heimsmeistara Spánar. Næstu leikir Íslands eru í Þjóðadeildinni í febrúar en Ísland er í riðli með Sviss, Frakklandi og Noregi, í A-deildinni. Frakkland er í 11. sæti heimslistans, eftir að hafa misst Holland upp fyrir sig, en Noregur er í 16. sæti og Sviss í 23. sæti. Ef aðeins er horft til Evrópuþjóða er Frakkland í 6. sæti listans, Ísland í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Sviss í 14. sæti. Áður en að næstu leikjum kemur þá bíða stelpurnar okkar eftir því að fá að vita á mánudaginn hverjir mótherjar liðsins verða á EM í Sviss, en dregið verður á mánudaginn. Sjá nánar: Heimslisti FIFA
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira