Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 07:43 Almenningur kallar eftir því að forsetinn verði handtekinn. Vísir/EPA Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. Forsætisráðherra landsins, Han Duck-soo, mun tímabundið taka við sem forseti. Samkvæmt frétt AP um málið hefur stjórnarskrárdómstóll landsins 180 daga til að ákveða hvort að honum verði vikið úr embætti eða ekki. Mikið uppnám hefur verið í samfélaginu frá því að Yoon setti fyrirvaralaust herlög á landið þann 3. desember. Tugir þúsunda hafa mótmælt á götum Seúl síðustu daga, og í morgun, og þegar ljóst var að forsetinn yrði kærður brutust út mikil fagnaðarlæti. Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað. Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg. Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem tekin var fyrir á þinginu í dag kom fram að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tillagan var afgreidd á þinginu í Suður-Kóreu. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Forsætisráðherra landsins, Han Duck-soo, mun tímabundið taka við sem forseti. Samkvæmt frétt AP um málið hefur stjórnarskrárdómstóll landsins 180 daga til að ákveða hvort að honum verði vikið úr embætti eða ekki. Mikið uppnám hefur verið í samfélaginu frá því að Yoon setti fyrirvaralaust herlög á landið þann 3. desember. Tugir þúsunda hafa mótmælt á götum Seúl síðustu daga, og í morgun, og þegar ljóst var að forsetinn yrði kærður brutust út mikil fagnaðarlæti. Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað. Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg. Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem tekin var fyrir á þinginu í dag kom fram að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tillagan var afgreidd á þinginu í Suður-Kóreu.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52