Fimm skotnir til bana í Frakklandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. desember 2024 19:14 Flóttamenn hafa komið sér upp búðum við ströndina hjá Loon-Plage. Árásarmaðurinn á að hafa skotið tvo flóttamenn til bana í búðunum í dag. Getty Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn. Franskir fjölmiðlar greindu frá málinu síðdegis. Lögregluyfirvöld hafa staðfest að fjórir voru skotnir til bana við ströndina í Loon-Plage, þar sem flóttamenn hafa komið sér upp flóttamannabúðum, og að fimmta manneskjan hafi verið myrt í bænum Wormhout. Fórnarlömbin fimm eru karlmenn samkvæmt frönskum miðlum. Hinn grunaði gaf sig fram á lögreglustöðinni í Ghyvelde, austan við Dunkerque og sagðist bera ábyrgð á árásinni. Þrjú skotvopn fundust síðan í bíl mannsins. Rannsóknardeild lögreglunnar í Lille fer með rannsókn málsins. Fyrsta morðið virðist hafa verið skipulagt Lögreglan var fyrst kölluð til búðanna á Mardyck-vegi upp úr fjögur á staðartíma eftir tilkynningu um skotmann. Tvennum sögum fer af því í hvaða röð morðin áttu sér stað. Fyrst á skotmaðurinn að hafa skotið tvo flóttamenn, sem eru sagðir vera karlmenn af kúrdískum uppruna, til bana nálægt olíuhreinsunarstöð á svæðinu. Skömmu eftir það hafi hann myrt tvo öryggisverði sem voru á vakt í nágrenninu. Skotmaðurinn játaði síðan að hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana um þrjú síðdegis í Wormhout, sem er um 24 kílómetra frá Dunkerque. Samkvæmt vitnisburði ekkju hins láta varð eiginmaður hennar var við hávaða frá bíl í porti heimilisins og fór út. Þá hafi maður stigið út úr bílnum, skotið eiginmanninn nokkrum sinnum, þar á meðal í höfuðið, og keyrt á brott. Maðurinn sem lést var tveggja barna faðir og eigandi dráttarbílafyrirtækis. Frakkland Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greindu frá málinu síðdegis. Lögregluyfirvöld hafa staðfest að fjórir voru skotnir til bana við ströndina í Loon-Plage, þar sem flóttamenn hafa komið sér upp flóttamannabúðum, og að fimmta manneskjan hafi verið myrt í bænum Wormhout. Fórnarlömbin fimm eru karlmenn samkvæmt frönskum miðlum. Hinn grunaði gaf sig fram á lögreglustöðinni í Ghyvelde, austan við Dunkerque og sagðist bera ábyrgð á árásinni. Þrjú skotvopn fundust síðan í bíl mannsins. Rannsóknardeild lögreglunnar í Lille fer með rannsókn málsins. Fyrsta morðið virðist hafa verið skipulagt Lögreglan var fyrst kölluð til búðanna á Mardyck-vegi upp úr fjögur á staðartíma eftir tilkynningu um skotmann. Tvennum sögum fer af því í hvaða röð morðin áttu sér stað. Fyrst á skotmaðurinn að hafa skotið tvo flóttamenn, sem eru sagðir vera karlmenn af kúrdískum uppruna, til bana nálægt olíuhreinsunarstöð á svæðinu. Skömmu eftir það hafi hann myrt tvo öryggisverði sem voru á vakt í nágrenninu. Skotmaðurinn játaði síðan að hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana um þrjú síðdegis í Wormhout, sem er um 24 kílómetra frá Dunkerque. Samkvæmt vitnisburði ekkju hins láta varð eiginmaður hennar var við hávaða frá bíl í porti heimilisins og fór út. Þá hafi maður stigið út úr bílnum, skotið eiginmanninn nokkrum sinnum, þar á meðal í höfuðið, og keyrt á brott. Maðurinn sem lést var tveggja barna faðir og eigandi dráttarbílafyrirtækis.
Frakkland Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira