Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 13:22 Stelpurnar okkar eru smám saman að skapa þá skemmtilegu jólahefð að Ísland sé á stórmóti í desember. Þær geta nú komist á þriðja stórmótið í röð. Getty/Christina Pahnke Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi. Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiddu stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2. Nú er komið í ljós að sú þjóð verður Ísrael, og fara leikirnir fram í apríl. Áætlað er að fyrri leikurinn sé heimaleikur Íslands en sá seinni heimaleikur Ísraels, en vegna stríðsreksturs hafa Ísraelar ekki mátt spila á heimavelli síðustu misseri og því óvíst hvar heimaleikur Ísraela verður spilaður. HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland Ísrael er með í HM-umspilinu eftir að hafa unnið forkeppnisriðil sem í voru einnig Eistland og Finnland. Ísrael vann báðar þjóðir, 29-22 gegn Eistlandi og 26-18 gegn Finnlandi. Leikið var í Finnlandi. Ísland mun því þurfa að slá út Ísrael til að komast á sitt þriðja stórmót í röð, eftir að hafa fengið boðssæti á HM fyrir ári síðan og svo verið með á EM í ár. Óvíst er hvar heimaleikur Ísraels fer fram en í undankeppni EM lék liðið á heimavöllum mótherja sinna. Beina útsendingu EHF frá fundinum í dag mátti sjá hér á Vísi. Eins og fyrr segir var Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn en flokkana má sjá hér að neðan. Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar. Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiddu stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2. Nú er komið í ljós að sú þjóð verður Ísrael, og fara leikirnir fram í apríl. Áætlað er að fyrri leikurinn sé heimaleikur Íslands en sá seinni heimaleikur Ísraels, en vegna stríðsreksturs hafa Ísraelar ekki mátt spila á heimavelli síðustu misseri og því óvíst hvar heimaleikur Ísraela verður spilaður. HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland Ísrael er með í HM-umspilinu eftir að hafa unnið forkeppnisriðil sem í voru einnig Eistland og Finnland. Ísrael vann báðar þjóðir, 29-22 gegn Eistlandi og 26-18 gegn Finnlandi. Leikið var í Finnlandi. Ísland mun því þurfa að slá út Ísrael til að komast á sitt þriðja stórmót í röð, eftir að hafa fengið boðssæti á HM fyrir ári síðan og svo verið með á EM í ár. Óvíst er hvar heimaleikur Ísraels fer fram en í undankeppni EM lék liðið á heimavöllum mótherja sinna. Beina útsendingu EHF frá fundinum í dag mátti sjá hér á Vísi. Eins og fyrr segir var Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn en flokkana má sjá hér að neðan. Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar. Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía.
HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira