Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. desember 2024 12:01 Hraunið gleypti bílastæði lónsins utan varnargarða, og gámahús sem notað hefur verið sem salerni og töskugeymsla í leiðinni þann 21. október. vísir/vilhelm Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira