Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. desember 2024 19:51 Nemendur hlusta á kennara sinn í Muhammad bin al-Qasim Al-Thaqafi-skólanum í Damaskus. Getty Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við. Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við.
Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12