Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 11:44 Íslendingar veltu fyrir sér Tyrkjaráninu, vöxtum, jarðhræringum á Reykjanesskaga og fyrirbærinu starfsstjórn á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna. Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku. Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku.
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira