Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Jóhanna hvetur fólk til að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis og borða fjölbreytt mataræði. Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni. Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni.
Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira