Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 10:37 Palestínumenn á flótta undan átökum á Gasaströndinni. AP/Abdel Kareem Hana Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið. Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“