„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 10:52 Þessi mynd er meðal þess myndefnis frá Kúrsk sem hefur verið í drefiingu undanfarna daga og er hún sögð sýna hermann frá Norður-Kóreu. Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024 Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024
Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18