Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin 18. desember 2024 21:21 Gabriel Jesus var maður kvöldsins en hann skoraði öll þrjú mörk Arsenal. Getty/Alex Pantling Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld eftir 3-2 heimasigur á Crystal Palace. Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus var hetja kvöldsins hjá Arsenal því hann skoraði þrennu í leiknum. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því Jean-Philippe Mateta kom Palace í 1-0 strax á fjórðu mínútu eftir stoðsendingu Dean Henderson markvarðar. Gabriel Jesus jafnaði metin á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Martin Ödegaard sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Jesus kom Arsenal yfir á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Bukayo Saka sem var þá einnig nýkominn inn á völlinn. Ödegaard lagði síðan upp þriðja mark Jesus á 81. mínútu og þrennan var gulltryggð. Palace menn gáfust ekki upp og Edward Nketiah minnkaði muninn fimm mínútum fyrir leikslok. Þeir náði ekki að skora fleiri og Arsenal fagnaði sigri. Gabriel Jesus var fyrir leikinn aðeins búinn að skora eitt mark í tuttugu leikjum í öllum keppnum. Enski boltinn
Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld eftir 3-2 heimasigur á Crystal Palace. Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus var hetja kvöldsins hjá Arsenal því hann skoraði þrennu í leiknum. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því Jean-Philippe Mateta kom Palace í 1-0 strax á fjórðu mínútu eftir stoðsendingu Dean Henderson markvarðar. Gabriel Jesus jafnaði metin á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Martin Ödegaard sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Jesus kom Arsenal yfir á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Bukayo Saka sem var þá einnig nýkominn inn á völlinn. Ödegaard lagði síðan upp þriðja mark Jesus á 81. mínútu og þrennan var gulltryggð. Palace menn gáfust ekki upp og Edward Nketiah minnkaði muninn fimm mínútum fyrir leikslok. Þeir náði ekki að skora fleiri og Arsenal fagnaði sigri. Gabriel Jesus var fyrir leikinn aðeins búinn að skora eitt mark í tuttugu leikjum í öllum keppnum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti