Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:53 Leikskólinn Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík þar sem 45 börn veiktust, sum alvarlega, af völdum E.coli-gerla í hakkrétti. Vísir/Vilhelm Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant. Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið. Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið.
Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent