Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2024 13:02 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS Vísir Alls eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu án fastrar búsetu sem jafngildir 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða samkvæmt varfærnu mati HMS. Hagfræðingur stofnunarinnar segir flestar leigðar út til ferðamanna en það kunni að breytast með hertum reglum. Allt að tuttugu prósent íbúða eru tómar í nokkrum sveitarfélögum á landinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákvað í fyrsta skipti að taka saman fjölda allra tómra íbúða á landinu. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þær yfir tíu þúsund. Stofnunin hafi kannað lögheimilisskráningar og leigusamninga. Varfærið mat „Þetta er varfærið mat þannig að þær gætu verið fleiri,“ segir hann. Flestar íbúðir án fastrar búsetu eru í Reykjavík eða 2500. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar. Áætlað hlutfall slíkra íbúða á Akureyri nálægt 10%. „Við teljum að þetta séu mestu leyti íbúðir sem eru notaðar í skammtímaútleigu til ferðamanna eða nýttar sem orlofsíbúðir. Það er eitthvað er um nýbyggingar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem við erum búin að kanna umfang Airbnb hér á landi,“ segir Jónas, Hann telur að þetta kunni að breytast. „Það er stóra spurningin hvort íbúðirnar fari inn á langtímamarkað eða verða seldar. Rökin fyrir því er að það er búið að herða skilyrði til útleigu til ferðamanna,“ segir Jónas. Vantar fleiri nýbyggingar Alls komu 3400 nýbyggðar íbúðir á markaðinn á árinu af þeim voru tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meira en stofnunin hafði áætlað. Jónas segir að það þurfi hins vegar að byggja 4000 íbúðir á ári til að uppfylla langtímaþörf. „Við tökum fagnandi að fleiri íbúðir komi inn á markaðinn en við áætluðum. Við teljum það vera af því byggingaraðilar leggja meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný. Það er þó æskilegt er að það sé stöðugur taktur. Við teljum að það sé ekki verið að byggja nóg til að bregðast við langtímaþörf. Nú erum sjö þúsund íbúðir í byggingu á landinu og það tekur um tvö ár að byggja hverja og eina. Útlitið er ekki gott fyrir árið 2026 en þá spáum við að íbúðir sem komi inn á markaðinn verði undir þrjú þúsund,“ segir Jónas Atli Gunnarsson. Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákvað í fyrsta skipti að taka saman fjölda allra tómra íbúða á landinu. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þær yfir tíu þúsund. Stofnunin hafi kannað lögheimilisskráningar og leigusamninga. Varfærið mat „Þetta er varfærið mat þannig að þær gætu verið fleiri,“ segir hann. Flestar íbúðir án fastrar búsetu eru í Reykjavík eða 2500. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar. Áætlað hlutfall slíkra íbúða á Akureyri nálægt 10%. „Við teljum að þetta séu mestu leyti íbúðir sem eru notaðar í skammtímaútleigu til ferðamanna eða nýttar sem orlofsíbúðir. Það er eitthvað er um nýbyggingar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem við erum búin að kanna umfang Airbnb hér á landi,“ segir Jónas, Hann telur að þetta kunni að breytast. „Það er stóra spurningin hvort íbúðirnar fari inn á langtímamarkað eða verða seldar. Rökin fyrir því er að það er búið að herða skilyrði til útleigu til ferðamanna,“ segir Jónas. Vantar fleiri nýbyggingar Alls komu 3400 nýbyggðar íbúðir á markaðinn á árinu af þeim voru tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meira en stofnunin hafði áætlað. Jónas segir að það þurfi hins vegar að byggja 4000 íbúðir á ári til að uppfylla langtímaþörf. „Við tökum fagnandi að fleiri íbúðir komi inn á markaðinn en við áætluðum. Við teljum það vera af því byggingaraðilar leggja meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný. Það er þó æskilegt er að það sé stöðugur taktur. Við teljum að það sé ekki verið að byggja nóg til að bregðast við langtímaþörf. Nú erum sjö þúsund íbúðir í byggingu á landinu og það tekur um tvö ár að byggja hverja og eina. Útlitið er ekki gott fyrir árið 2026 en þá spáum við að íbúðir sem komi inn á markaðinn verði undir þrjú þúsund,“ segir Jónas Atli Gunnarsson.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent