Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 19. desember 2024 13:03 Senn líður að því að nýkjörið Alþingi verði kallað saman og þingstörf hefjist. Ég óska öllum þingmönnum til hamingju með kjörið og velfarnaðar í störfum sínum fyrir landið allt á komandi kjörtímabili. En tilefni þess að ég sting niður penna er umfjöllun í fjölmiðlum um kosningakerfið, dauð atkvæði og misvægi atkvæða. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni 8. desember sl. leiddu saman hesta sína Ólafur Þ. Harðarson próf. emeritus við HÍ og Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Ummæli þeirra í garð landsbyggðarinnar minna helst á barn sem ekki var hlustað á í æsku og ég ráðlegg þeim að fá sér tíma hjá sálfræðing til að vinna úr landsbyggðaráfalli æsku sinnar. Þeir létu gamminn geysa en Haukur sagði meðal annars að vægi atkvæða væri alveg sérstaklega hættulegt á Íslandi vegna þess að ný sjónarmið koma svo seint út á land og veruleg hætta væri á því að landsmenn sætu uppi með gríðarlega áherslu á landbúnað og sjávarútveg og það sem er unnið úti á landi, því þessi þrjú landsbyggðarkjördæmi hafa 27 þingmenn eða næstum því meirihluta. Prófessor Ólafur vitnaði í nýlegar rannsóknir um að á landsbyggðinni væru 46% kjósenda þjóðlegir íhaldsmenn en á höfuðborgarsvæðinu væru 26% kjósenda þjóðlegir íhaldsmenn. Það leiðir af sér hugmyndafræðilega skekkju inní flestum flokkum þar sem landbyggðarkjördæmi fá of marga þingmenn á kostnað höfuðborgarsvæðisins. Stöldrum aðeins við og skoðum gögn og staðreyndir um þá þingmenn sem brátt taka sæti á Alþingi. Undirritaður lagðist í smá vinnu með aðstoð Google Maps og þjóðskrár og setti inná kort lögheimili þingmanna. Það er alveg rétt að landsbyggðarkjördæmin þrjú eiga 27 þingmenn. Af þessum 27 þingmönnum eiga 4 þeirra lögheimili á höfuðborgarsvæðinu og mikill meirihluti þingmanna býr á atvinnusóknarsvæði höfuðborgarinnar sem við á landsbyggðinni tölu gjarnan um sem svæðið á milli Hvítár í Borgarfirði og Hvítár í Árnessýslu. Á umræddu svæði búa 46 af 63 þingmönnum eða 73% þingmanna líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Mynd 1 – Lögheimili þingmanna sem kjörnir voru í Alþingiskosningum 2024 skv. þjóðskrá. Ef gögn Hagstofunnar eru skoðuð þá búa tæp 64% landsmanna í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu og að teknu tilliti til sveitarfélaganna á milli Hvítár og Hvítár þá búa á því svæði 76% landsmanna. Þessi gögn sýna að búseta þingmanna endurspeglar vel búsetu landsmanna – allavega varðandi svæðið milli Hvítánna óháð því hvort ný sjónarmið eigi erfitt með að ferðast norður fyrir Hvalfjörð eða austur fyrir Hellisheiði eða hvort menn verða þjóðlegir íhaldsmenn við það eitt að búa á Akranesi, Hveragerði eða Suðurnesjabæ. Ef jafna þarf vægi atkvæði milli kjördæmi er þá ekki rökrétt að jafna einnig vægi þjónustu þannig að sama þjónusta sé veitt um allt land óháð búsetu? Hvernig er með öll opinberu störfin? Yfir 70% þeirra er á höfuðborgarsvæðinu skv. greiningu RHA fyrr á þessu ári[1]. Hvernig er með innviði og uppbyggingu þeirra? Hvernig er með aðgengi að heilbrigðisþjónustu? Allt er þetta líklega afleiðing þess að við erum smáríki og mögulega er vægi atkvæða sérstaklega hættulegt á Íslandi vegna þess að höfuðborgarsvæðið þarf enga þjónustu að sækja út á land nema þá helst að komast í sumarbústað eða útilegu. Árið 1999 var unnin viðamikil skýrsla um endurskoðun á kjördæmaskipun sem núverandi kerfi byggir á[2]. Vegna þess að við þá breytingu fluttust þingsæti frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar er rætt um að „grípa til aðgerða til að styðja og styrkja búsetu á landsbyggðinni. Í því efni má nefna samgöngu- og vegamál, t.a.m. örari endurbætur á vegtengingum einstakra byggða við aðalvegakerfi landsins.“ Við sem búum úti á landi þekkjum sennilega best allra ástand þjóðveganna. Það hefur allavega ekki gengið neitt alltof vel hjá þingmönnum síðustu ár að forgangsraða fjármunum til samgöngumála. Hvernig má það vera að nágrannaþjóð okkar Færeyjar sem er mun fámennari getur grafið öll þessi jarðgöng. Gæti verið að þeir séu þjóðlegri íhaldsmenn en við Íslendingar? Líkt og gögn Hagstofunnar sýna eru 64% landsmanna í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu. Ef við skoðum samanburð á áhrifum höfuðborga í Evrópa hafa aðeins Lúxemborg og Malta hærra hlutfall í höfuðborginni og skal engan undra m.v. stærð þeirra ríkja. Út frá þessu má kannski álykta að áhrif höfuðborgarsvæðisins séu of mikil inná Alþingi miðað við löndin sem við berum okkur saman við. Mynd 2 – Hlutfall íbúa sem býr á höfuðborgarsvæði innan hvers lands Evrópu [3] Gæti verið að samkeppnisstaða höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar sé skökk og birtingarmyndir þess eru fjölmargar. Ein er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga. Önnur er undanþága orkumannvirkja frá fasteignagjöldum – hvar eru þau staðsett og hverjar eru tekjurnar af auðlindinni? Við gætum einnig tekið tollvernd í landbúnaði. Tollfrjáls innflutningur á landbúnaðarvörum mun ekki halda uppi samfélögum úti á landi og m.a. þess vegna viðhalda flest löndin í kringum okkur tollvernd því þau eru meðvituð um samfélagsleg áhrif tollverndar á jafnvægi þéttbýlis og dreifbýlis. Það vantar heldur ekki að íbúar höfuðborgarinnar segi okkur sem búum úti á landi hvernig við eigum að hafa hlutina. Kannski er það svo að í hugum margra sem ólust upp úti á landi en fluttu síðar á höfuðborgarsvæðið að landsbyggðin á að vera veröldin sem var. Þar má engu breyta og samfélögin eiga helst ekki að fá tækifæri til að bæta samkeppnisstöðu sína og laða til sín íbúa með fjölbreyttari atvinnumöguleikum. Þetta viðhorf þekki ég vel eftir að hafa setið í sveitarstjórn Dalabyggðar undanfarin ár. Ábyrgð fjölmiðla á umræðu um landsbyggðina er einnig mikil því of oft þegar málefni hennar eru til umræðu er ekki leitað eftir sjónarmiðum þeirra sem þar búa sbr. umræðuþáttinn Sprengisand sem vitnað var til í upphafi þessara greinar. Það er ekki eina dæmið, ég gæti nefnt fjölmörg. Með þessari grein vil ég hvetja alþingismenn til að vera leiðandi í því að vera þingmenn landsins alls óháð því í hvaða kjördæmi þeir eru kjörnir. Þeir eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á þessa umræðu og reyna minnka þá gjá sem virðist sífellt stækka á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Nýkjörinn þingmaður, Jón Gnarr sagðist ætla að vera sýnilegur í starfi og átti þá við að þingmenn Reykjavíkur hafi ekki verið nægjanlega sýnilegir á tíma hans sem borgarstjóri frá 2010-2014. Það væri öllum þeim þingmönnum sem eru búsettir á milli Hvítár og Hvítár hollt að fara reglulega í ferðir útá land og hitta fólkið þar. Íbúar landsbyggðar munu taka vel á móti ykkur og það mun ekki standa á sveitarfélögum eða landshlutasamtökum þeirra að veita upplýsingar. Framundan er hátíð ljóss og friðar. Jólin munu koma jafnt í bæ, borg eða á landsbyggðinni líkt og gerðist í Þeimbæ þó Trölli væri búin að stela öllu sem minnti á jólin þar. Í allri umræðu um atkvæðavægi, kjördæmaskipan og kosningakerfi skiptir máli að talað sé við landsbyggðina en ekki eingöngu um hana eins og þar búi aðeins fólk með fornfálegar skoðanir. Höfundur er bóndi, sveitarstjórnarmaður og íbúi á landsbyggðinni. Hef búið erlendis og fylgist ágætlega með þjóðfélagsumræðunni. [1] https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/IRN/Frettatengd-skjol/%c3%93sta%c3%b0bundin%20st%c3%b6rf%20sk%c3%bdrsla_loka%c3%batg%c3%a1fa%202023.pdf [2] https://www.althingi.is/altext/123/s/0141.html [3] https://mapsontheweb.zoom-maps.com/post/618990226522750976/percentage-of-people-who-live-in-the-metropolitan Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kjördæmaskipan Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Senn líður að því að nýkjörið Alþingi verði kallað saman og þingstörf hefjist. Ég óska öllum þingmönnum til hamingju með kjörið og velfarnaðar í störfum sínum fyrir landið allt á komandi kjörtímabili. En tilefni þess að ég sting niður penna er umfjöllun í fjölmiðlum um kosningakerfið, dauð atkvæði og misvægi atkvæða. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni 8. desember sl. leiddu saman hesta sína Ólafur Þ. Harðarson próf. emeritus við HÍ og Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Ummæli þeirra í garð landsbyggðarinnar minna helst á barn sem ekki var hlustað á í æsku og ég ráðlegg þeim að fá sér tíma hjá sálfræðing til að vinna úr landsbyggðaráfalli æsku sinnar. Þeir létu gamminn geysa en Haukur sagði meðal annars að vægi atkvæða væri alveg sérstaklega hættulegt á Íslandi vegna þess að ný sjónarmið koma svo seint út á land og veruleg hætta væri á því að landsmenn sætu uppi með gríðarlega áherslu á landbúnað og sjávarútveg og það sem er unnið úti á landi, því þessi þrjú landsbyggðarkjördæmi hafa 27 þingmenn eða næstum því meirihluta. Prófessor Ólafur vitnaði í nýlegar rannsóknir um að á landsbyggðinni væru 46% kjósenda þjóðlegir íhaldsmenn en á höfuðborgarsvæðinu væru 26% kjósenda þjóðlegir íhaldsmenn. Það leiðir af sér hugmyndafræðilega skekkju inní flestum flokkum þar sem landbyggðarkjördæmi fá of marga þingmenn á kostnað höfuðborgarsvæðisins. Stöldrum aðeins við og skoðum gögn og staðreyndir um þá þingmenn sem brátt taka sæti á Alþingi. Undirritaður lagðist í smá vinnu með aðstoð Google Maps og þjóðskrár og setti inná kort lögheimili þingmanna. Það er alveg rétt að landsbyggðarkjördæmin þrjú eiga 27 þingmenn. Af þessum 27 þingmönnum eiga 4 þeirra lögheimili á höfuðborgarsvæðinu og mikill meirihluti þingmanna býr á atvinnusóknarsvæði höfuðborgarinnar sem við á landsbyggðinni tölu gjarnan um sem svæðið á milli Hvítár í Borgarfirði og Hvítár í Árnessýslu. Á umræddu svæði búa 46 af 63 þingmönnum eða 73% þingmanna líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Mynd 1 – Lögheimili þingmanna sem kjörnir voru í Alþingiskosningum 2024 skv. þjóðskrá. Ef gögn Hagstofunnar eru skoðuð þá búa tæp 64% landsmanna í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu og að teknu tilliti til sveitarfélaganna á milli Hvítár og Hvítár þá búa á því svæði 76% landsmanna. Þessi gögn sýna að búseta þingmanna endurspeglar vel búsetu landsmanna – allavega varðandi svæðið milli Hvítánna óháð því hvort ný sjónarmið eigi erfitt með að ferðast norður fyrir Hvalfjörð eða austur fyrir Hellisheiði eða hvort menn verða þjóðlegir íhaldsmenn við það eitt að búa á Akranesi, Hveragerði eða Suðurnesjabæ. Ef jafna þarf vægi atkvæði milli kjördæmi er þá ekki rökrétt að jafna einnig vægi þjónustu þannig að sama þjónusta sé veitt um allt land óháð búsetu? Hvernig er með öll opinberu störfin? Yfir 70% þeirra er á höfuðborgarsvæðinu skv. greiningu RHA fyrr á þessu ári[1]. Hvernig er með innviði og uppbyggingu þeirra? Hvernig er með aðgengi að heilbrigðisþjónustu? Allt er þetta líklega afleiðing þess að við erum smáríki og mögulega er vægi atkvæða sérstaklega hættulegt á Íslandi vegna þess að höfuðborgarsvæðið þarf enga þjónustu að sækja út á land nema þá helst að komast í sumarbústað eða útilegu. Árið 1999 var unnin viðamikil skýrsla um endurskoðun á kjördæmaskipun sem núverandi kerfi byggir á[2]. Vegna þess að við þá breytingu fluttust þingsæti frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar er rætt um að „grípa til aðgerða til að styðja og styrkja búsetu á landsbyggðinni. Í því efni má nefna samgöngu- og vegamál, t.a.m. örari endurbætur á vegtengingum einstakra byggða við aðalvegakerfi landsins.“ Við sem búum úti á landi þekkjum sennilega best allra ástand þjóðveganna. Það hefur allavega ekki gengið neitt alltof vel hjá þingmönnum síðustu ár að forgangsraða fjármunum til samgöngumála. Hvernig má það vera að nágrannaþjóð okkar Færeyjar sem er mun fámennari getur grafið öll þessi jarðgöng. Gæti verið að þeir séu þjóðlegri íhaldsmenn en við Íslendingar? Líkt og gögn Hagstofunnar sýna eru 64% landsmanna í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu. Ef við skoðum samanburð á áhrifum höfuðborga í Evrópa hafa aðeins Lúxemborg og Malta hærra hlutfall í höfuðborginni og skal engan undra m.v. stærð þeirra ríkja. Út frá þessu má kannski álykta að áhrif höfuðborgarsvæðisins séu of mikil inná Alþingi miðað við löndin sem við berum okkur saman við. Mynd 2 – Hlutfall íbúa sem býr á höfuðborgarsvæði innan hvers lands Evrópu [3] Gæti verið að samkeppnisstaða höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar sé skökk og birtingarmyndir þess eru fjölmargar. Ein er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga. Önnur er undanþága orkumannvirkja frá fasteignagjöldum – hvar eru þau staðsett og hverjar eru tekjurnar af auðlindinni? Við gætum einnig tekið tollvernd í landbúnaði. Tollfrjáls innflutningur á landbúnaðarvörum mun ekki halda uppi samfélögum úti á landi og m.a. þess vegna viðhalda flest löndin í kringum okkur tollvernd því þau eru meðvituð um samfélagsleg áhrif tollverndar á jafnvægi þéttbýlis og dreifbýlis. Það vantar heldur ekki að íbúar höfuðborgarinnar segi okkur sem búum úti á landi hvernig við eigum að hafa hlutina. Kannski er það svo að í hugum margra sem ólust upp úti á landi en fluttu síðar á höfuðborgarsvæðið að landsbyggðin á að vera veröldin sem var. Þar má engu breyta og samfélögin eiga helst ekki að fá tækifæri til að bæta samkeppnisstöðu sína og laða til sín íbúa með fjölbreyttari atvinnumöguleikum. Þetta viðhorf þekki ég vel eftir að hafa setið í sveitarstjórn Dalabyggðar undanfarin ár. Ábyrgð fjölmiðla á umræðu um landsbyggðina er einnig mikil því of oft þegar málefni hennar eru til umræðu er ekki leitað eftir sjónarmiðum þeirra sem þar búa sbr. umræðuþáttinn Sprengisand sem vitnað var til í upphafi þessara greinar. Það er ekki eina dæmið, ég gæti nefnt fjölmörg. Með þessari grein vil ég hvetja alþingismenn til að vera leiðandi í því að vera þingmenn landsins alls óháð því í hvaða kjördæmi þeir eru kjörnir. Þeir eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á þessa umræðu og reyna minnka þá gjá sem virðist sífellt stækka á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Nýkjörinn þingmaður, Jón Gnarr sagðist ætla að vera sýnilegur í starfi og átti þá við að þingmenn Reykjavíkur hafi ekki verið nægjanlega sýnilegir á tíma hans sem borgarstjóri frá 2010-2014. Það væri öllum þeim þingmönnum sem eru búsettir á milli Hvítár og Hvítár hollt að fara reglulega í ferðir útá land og hitta fólkið þar. Íbúar landsbyggðar munu taka vel á móti ykkur og það mun ekki standa á sveitarfélögum eða landshlutasamtökum þeirra að veita upplýsingar. Framundan er hátíð ljóss og friðar. Jólin munu koma jafnt í bæ, borg eða á landsbyggðinni líkt og gerðist í Þeimbæ þó Trölli væri búin að stela öllu sem minnti á jólin þar. Í allri umræðu um atkvæðavægi, kjördæmaskipan og kosningakerfi skiptir máli að talað sé við landsbyggðina en ekki eingöngu um hana eins og þar búi aðeins fólk með fornfálegar skoðanir. Höfundur er bóndi, sveitarstjórnarmaður og íbúi á landsbyggðinni. Hef búið erlendis og fylgist ágætlega með þjóðfélagsumræðunni. [1] https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/IRN/Frettatengd-skjol/%c3%93sta%c3%b0bundin%20st%c3%b6rf%20sk%c3%bdrsla_loka%c3%batg%c3%a1fa%202023.pdf [2] https://www.althingi.is/altext/123/s/0141.html [3] https://mapsontheweb.zoom-maps.com/post/618990226522750976/percentage-of-people-who-live-in-the-metropolitan
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun