Þessi veglegi uppgjörsþáttur verður sem sagt í beinni útsendingu frá Minigarðinum og hefst útsending um klukkan 21 á Stöð 2 Sport, eða strax eftir leik Íslandsmeistara Vals við Tindastól, og er öllum velkomið að mæta í Skútuvoginn á meðan húsrúm leyfir.
Veitt verða verðlaun fyrir þá sem hafa skarað fram úr í fyrri ellefu umferðum Bónus-deildarinnar, en sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa valið besta leikmanninn, besta þjálfarann og úrvalslið fyrri hlutans.
Það er um margt að ræða í Körfuboltakvöldi enda deildin æsispennandi og liðin búin að vera dugleg við að styrkja sig með spennandi leikmönnum.
Eftir leikinn í kvöld tekur við stutt jólafrí og verður þráðurinn tekinn upp að nýju í deildinni þann 2. janúar.
Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bónus Körfuboltakvöld tekur svo við í kjölfarið, um klukkan 21, í beinni útsendingu frá Minigarðinum í Skútuvogi.