Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 11:42 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín munu leiða nýja ríkisstjórn. Vísir/Einar Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Á fundinum verður kynnt stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og greint frá skipan ráðherra,“ segir í tilkynningu. Þá segir að skrifstofa forseta Íslands veiti upplýsingar um ríkisráðsfundi. „Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn, sem hefur þegar verið kennd við valkyrjur. Þá mun Viðreisn fá utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, og Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið. Hvað er Hafnarborg? Hafnarborg er við Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Um er að ræða menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar sem var stofnuð árið 1983. Þar er einnig aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar. Á síðu safnsins segir að húsið hafi upphaflega verið hannað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt, fyrir Sören Kampmann lyfsala sem bjó í húsinu og rak apótek frá árinu 1921. Sverrir Magnússon tók síðan við húsinu og rekstrinum árið 1947. Það voru hjónin Sverrir og lyfjafræðingurinn Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem gáfu Hafnarfjarðarbæ húsið og kváðu á um að þar skyldi starfrækt menningarstofnun. Hafnarborg var formlega vígð árið 1988, en þá var búið að reisa viðbyggingu sem var hönnuð af Ingimar H. Ingimarssyni, arkitekt. Hafnarborg í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í gær að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups væri umrætt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins það sem langflestir svarendur hefðu áhuga á að sjá. Þá sögðust flestir sáttir við niðurstöður alþingiskosninganna. Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Á fundinum verður kynnt stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og greint frá skipan ráðherra,“ segir í tilkynningu. Þá segir að skrifstofa forseta Íslands veiti upplýsingar um ríkisráðsfundi. „Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn, sem hefur þegar verið kennd við valkyrjur. Þá mun Viðreisn fá utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, og Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið. Hvað er Hafnarborg? Hafnarborg er við Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Um er að ræða menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar sem var stofnuð árið 1983. Þar er einnig aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar. Á síðu safnsins segir að húsið hafi upphaflega verið hannað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt, fyrir Sören Kampmann lyfsala sem bjó í húsinu og rak apótek frá árinu 1921. Sverrir Magnússon tók síðan við húsinu og rekstrinum árið 1947. Það voru hjónin Sverrir og lyfjafræðingurinn Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem gáfu Hafnarfjarðarbæ húsið og kváðu á um að þar skyldi starfrækt menningarstofnun. Hafnarborg var formlega vígð árið 1988, en þá var búið að reisa viðbyggingu sem var hönnuð af Ingimar H. Ingimarssyni, arkitekt. Hafnarborg í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í gær að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups væri umrætt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins það sem langflestir svarendur hefðu áhuga á að sjá. Þá sögðust flestir sáttir við niðurstöður alþingiskosninganna.
Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira