Michael Schumacher verður afi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:22 Michael Schumacher, sem er orðinn 55 ára gamall, varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Getty/Lars Baron Dóttir formúlugoðsagnarinnar Michael Schumacher er að gera hann að afa í fyrsta sinn en hún tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún eigi von á barni. Hin 27 ára gamla Gina Schumacher sagði frá því að hún maðurinn hennar Iain Bethke bíði nú eftir stúlkubarni í apríl. au hafa verið lengi saman eftir að hafa hist fyrst í reiðskóla. „Bíðum óþolinmóð eftir því að litla stúlkan okkar komi í heiminn,“ skrifaði Gina Schumacher á Instagram. Þetta er þeirra fyrsta barn og jafnframt fyrsta afabarn Schumacher. Gina er hestaíþróttakona og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hún hefur efnast mikið af eigin velgengni þar. Auðvitað kom hestur við sögu þegar heimurinn fékk að vita um barnalukku hennar. „Nýi knapinn minn mun koma í heiminn i apríl,“ skrifaði Gina. Bróðir hennar, Mick Schumacher, óskaði henni til hamingju á samfélagsmiðlinum. „Svo spenntur,“ skrifaði hann. Michael Schumacher er 55 ára gamall. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll á stein í skíðabrekku fyrir ellefu árum. Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 sem er enn met þó að Lewis Hamilton hafi jafnað það árið 2020. Þegar Michael Schumacher hætti keppni þá átti hann metið yfir flesta titla (7), flesta sigra í keppnum (91), var sá sem hafði oftast verið á ráspól (68) og sá sem hafði oftast komist á verðlaunapall (155). Hann var algjör yfirburðarmaður í formúl 1 þegar hann var upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher) Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hin 27 ára gamla Gina Schumacher sagði frá því að hún maðurinn hennar Iain Bethke bíði nú eftir stúlkubarni í apríl. au hafa verið lengi saman eftir að hafa hist fyrst í reiðskóla. „Bíðum óþolinmóð eftir því að litla stúlkan okkar komi í heiminn,“ skrifaði Gina Schumacher á Instagram. Þetta er þeirra fyrsta barn og jafnframt fyrsta afabarn Schumacher. Gina er hestaíþróttakona og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hún hefur efnast mikið af eigin velgengni þar. Auðvitað kom hestur við sögu þegar heimurinn fékk að vita um barnalukku hennar. „Nýi knapinn minn mun koma í heiminn i apríl,“ skrifaði Gina. Bróðir hennar, Mick Schumacher, óskaði henni til hamingju á samfélagsmiðlinum. „Svo spenntur,“ skrifaði hann. Michael Schumacher er 55 ára gamall. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll á stein í skíðabrekku fyrir ellefu árum. Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 sem er enn met þó að Lewis Hamilton hafi jafnað það árið 2020. Þegar Michael Schumacher hætti keppni þá átti hann metið yfir flesta titla (7), flesta sigra í keppnum (91), var sá sem hafði oftast verið á ráspól (68) og sá sem hafði oftast komist á verðlaunapall (155). Hann var algjör yfirburðarmaður í formúl 1 þegar hann var upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher)
Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira