Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar 22. desember 2024 10:31 Mikið hefur verið talað og enn meira þagað um fjöldamorð síonista á íbúum Gaza. Undarleg er sú hugsun að láta eins og það sé bara sjálfsagt að salla niður fólk sem hefur verið innilokað í áraraðir, sneytt aðgangi að vatni, rafmagni, eldsneyti; hersetna þjóð sem á allt undir kúgurum sínum sem stjórna aðgangi hennar að umheiminum, þjóð sem fær mestallan sinn matarforða með flutningabílum á degi hverjum sem kannski er hleypt inn í þessar útifangabúðir sem hafa ekkert efnahagslíf, enga flugvelli, flugvélar, lestir, hafnir eða undankomuleiðir yfirleitt; og svo geta kúgararnir fækkað flutningabílum og valdið hungursneyð í fangabúðunum þar sem skólplagnir eru löngu ónýtar og sorp hleðst upp. Og vestræn stjórnvöld virðast mörg klappa fyrir þessu ógeði. Að minnsta kosti fékk stríðsglæpamaðurinn Bíbí Netanjahú standandi lófatak í bandaríska þinginu. Er von að sumum blöskri? Alltaf segjast síonistar vera að skjóta á Hamas en í fréttum segir aðallega af konum og börnum sem láta lífið og myndir sýna algera eyðileggingu Gazasvæðisins. Hamas samtökin hafa vissulega gert síonistum lífið leitt gegnum tíðina en hreyfinguna sköpuðu þeir sjálfir (eins og Hezbollah) með endalausu hernámi, morðum og kúgun. Þetta er það sem sprettur upp úr slíkum jarðvegi: Frelsisbarátta sem Ísrael og Vesturlönd kalla hryðjuverk á sama hátt og þau kölluðu Nelson Mandela hryðjuverkamann á sínum tíma. Nú hefur Amnesty gefið út skýrslu sem tekur undir ásakanir S-Afríku um þjóðarmorð síonista í Palestínu sem þeir hafna eins og venjulega. Meirihluti þjóðar þeirra styður þá í árásunum enda veit þjóðin lítið um þau fjöldamorð og fullkomnu eyðileggingu sem þarna fer fram. Sú mynd sem síonistar sýna þjóð sinni er allt önnur og mannúðlegri. Umheimurinn hefur horft á þetta í sjónvarpi og á símum sínum og almenningi er að hluta til ofboðið fyrir löngu og eru margir í áfalli eftir að hafa horft upp á þessi ósköp; meðan ríkisstjórnir vestrænna þjóða styðja margar þjóðarmorðið! Það var líka fyrir þeirra atbeina að Ísraelsríki var, illu heilli, sett þarna niður á sínum tíma. Fremst fer USA sem hefur fóðrað þessa drápsmaskínu frá upphafi ásamt ýmsum Evrópuþjóðum. Þjóðverjar eru þar efstir á blaði; virðast standa í þeirri meiningu að það verði að leyfa Ísraelsmönnum allt vegna holocaustsins, líka að fremja sitt eigið þjóðarmorð. Lítilla sanda eru þau stjórnvöld sem taka undir þennan ófögnuð. Þetta á ekkert skylt við hefnd fyrir 7.10.´23. Í 14 mánuði hafa þeir látið sprengjum rigna yfir þetta fólk og hrakið það fram og aftur um sundursprengt svæðið. Hvað ætlar heimurinn að gera til að stöðva þessi fjöldamorð og eyðileggingu? Nú hefur Arababandalagið loksins undir forystu Tyrkja sent SÞ bréf þar sem krafist er banns við vopnasölu til Ísraels. Þá hafa Sádar stigið fram, ásamt fleiri múslimaþjóðum, og sagt að þjóðarmorðinu verði að linna. Og Alþjóða glæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipanir á forystumenn fjöldamorðanna. Þetta er jákvætt allt saman en ekki gjörðir. Nú dugir ekkert annað en að hóta aðgerðum. Ríki heims þurfa að sýna hryðjuverkaríkinu tennurnar og hóta stríðsyfirlýsingu í kjölfarið. Sérstaklega þurfa múslimaþjóðir að sýna að þær standi með Palestínumönnum. Stríðsyfirlýsing margra þjóða myndi lækka rostann í fasistunum og jafnvel draga þá að samningaborðinu. Varla trúi ég að USA mundi vilja kyngja stríðsyfirlýsingu frá stórum hluta hinna sameinuðu þjóða. Þetta kann að hljóma einfeldningslega en nú er löngu kominn tími örþrifaráða. Ríki sem slitið höfðu sambandi við Ísrael í maí voru Kolombía, Bólivía, Belís og Suður-Afríka, Bahrain, Chad, Síle, Honduras, Jórdanía og Tyrkland. Einnig hafa nokkur ríki kallað sendifulltrúa sína heim. Af ríkjum Evrópu má nefna Spán, Belgíu, Luxemburg og Írland sem hafa andæft framferði síonista harðlega. Þögn Norðurlanda (þ.á m. Íslands) vekur athygli í þessu sambandi þó að Noregur hafi reyndar viðurkennt Palestínu. Konan með langa nafnið segir afstöðu Íslendinga skýra en því miður fer ósköp lítið fyrir gjörðum. Þær eru a.m.k. ekki til þess fallnar að vekja athygli. Lítil von er til þess að stjórnvöld geri nokkuð í þessum málum, meðan BB fer þar með verkstjórn. Hvað gerist þegar ný stjórn tekur við veit maður ekki. Við spyrjum að leikslokum. Já, undarleg er sú þversögn sem þetta mál er allt orðið. Ísraelsmenn hafa komið í veg fyrir vopnahlé mánuðum saman og Kanar styðja þá í hvívetna. Ef sprengjurnar hættu að falla á Gaza, myndi andspyrnu ljúka og gíslar verða látnir lausir. En það verður enginn friður fyrr en byssurnar þagna í Palestínu. Í kjölfarið þarf að stofna sjálfstætt ríki Palestínumanna. Að vísu styttist nú tíminn í að Trump taki við í USA. Hann er óútreiknanlegur en boðar ekkert gott fyrir Palestínu. Hann gæti þess vegna gefið síonistum grænt ljós á að innlima Vesturbakkann og senda landránsmenn aftur inn á Gaza, nokkuð sem síonista dreymir um. Trump tilheyrir að e-u leyti kristnum evangelistum sem trúa því að Kristur muni koma aftur og í kjölfarið verði heimsendir sem aðeins þeir (hinir réttlátu) muni lifa af og gyðingar sem snúast til kristni og svo verði e-s konar algleymi (the rapture). Annars er þetta rugl illskiljanlegt. Þessu trúir hluti kjósenda Trumps. Að heimsendir sé í nánd, þykjast sjá ýmis merki þess og styðja verði Ísrael fram í þann rauða! Illa er komið fyrir þeirri þjóð sem sjálf hefur sitt þjóðaramorð á samviskunni. Nú lítur út fyrir að síonistar ætli sér að útrýma Palestínumönnum í norðurhluta Gaza eða reka þá suðureftir. USA heldur auðvitað áfram að senda síonistum þungavopn þrátt fyrir allar samþykktir SÞ og Alþjóða glæpadómstólinn. Ísrael þarf jú að geta varið sig!! Og nú er glæpahundurinn Assad fallinn og síonistar fara mikinn er þeir eyðileggja vopnabúr Sýrlendinga. Allt er það gert í varnarskyni, segja þér. Blóði drifin hundalógikkin ríkir í skjóli risaveldisins og álengdar stendur Blinken, hinn mikli sáttasemjari. Hann er í einni sæng með fasistunum sem hann þykist vera að semja við, í enn einni ferðinni til landsins sem kallað var landið helga. Það rís því miður varla undir því nafni lengur, þótt þarna mætist þrenn trúarbrögð. Ekkert er heilagt við þau manndráp og þá kúgun sem þarna fer fram og hefur í rauninni gert í áratugi. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað og enn meira þagað um fjöldamorð síonista á íbúum Gaza. Undarleg er sú hugsun að láta eins og það sé bara sjálfsagt að salla niður fólk sem hefur verið innilokað í áraraðir, sneytt aðgangi að vatni, rafmagni, eldsneyti; hersetna þjóð sem á allt undir kúgurum sínum sem stjórna aðgangi hennar að umheiminum, þjóð sem fær mestallan sinn matarforða með flutningabílum á degi hverjum sem kannski er hleypt inn í þessar útifangabúðir sem hafa ekkert efnahagslíf, enga flugvelli, flugvélar, lestir, hafnir eða undankomuleiðir yfirleitt; og svo geta kúgararnir fækkað flutningabílum og valdið hungursneyð í fangabúðunum þar sem skólplagnir eru löngu ónýtar og sorp hleðst upp. Og vestræn stjórnvöld virðast mörg klappa fyrir þessu ógeði. Að minnsta kosti fékk stríðsglæpamaðurinn Bíbí Netanjahú standandi lófatak í bandaríska þinginu. Er von að sumum blöskri? Alltaf segjast síonistar vera að skjóta á Hamas en í fréttum segir aðallega af konum og börnum sem láta lífið og myndir sýna algera eyðileggingu Gazasvæðisins. Hamas samtökin hafa vissulega gert síonistum lífið leitt gegnum tíðina en hreyfinguna sköpuðu þeir sjálfir (eins og Hezbollah) með endalausu hernámi, morðum og kúgun. Þetta er það sem sprettur upp úr slíkum jarðvegi: Frelsisbarátta sem Ísrael og Vesturlönd kalla hryðjuverk á sama hátt og þau kölluðu Nelson Mandela hryðjuverkamann á sínum tíma. Nú hefur Amnesty gefið út skýrslu sem tekur undir ásakanir S-Afríku um þjóðarmorð síonista í Palestínu sem þeir hafna eins og venjulega. Meirihluti þjóðar þeirra styður þá í árásunum enda veit þjóðin lítið um þau fjöldamorð og fullkomnu eyðileggingu sem þarna fer fram. Sú mynd sem síonistar sýna þjóð sinni er allt önnur og mannúðlegri. Umheimurinn hefur horft á þetta í sjónvarpi og á símum sínum og almenningi er að hluta til ofboðið fyrir löngu og eru margir í áfalli eftir að hafa horft upp á þessi ósköp; meðan ríkisstjórnir vestrænna þjóða styðja margar þjóðarmorðið! Það var líka fyrir þeirra atbeina að Ísraelsríki var, illu heilli, sett þarna niður á sínum tíma. Fremst fer USA sem hefur fóðrað þessa drápsmaskínu frá upphafi ásamt ýmsum Evrópuþjóðum. Þjóðverjar eru þar efstir á blaði; virðast standa í þeirri meiningu að það verði að leyfa Ísraelsmönnum allt vegna holocaustsins, líka að fremja sitt eigið þjóðarmorð. Lítilla sanda eru þau stjórnvöld sem taka undir þennan ófögnuð. Þetta á ekkert skylt við hefnd fyrir 7.10.´23. Í 14 mánuði hafa þeir látið sprengjum rigna yfir þetta fólk og hrakið það fram og aftur um sundursprengt svæðið. Hvað ætlar heimurinn að gera til að stöðva þessi fjöldamorð og eyðileggingu? Nú hefur Arababandalagið loksins undir forystu Tyrkja sent SÞ bréf þar sem krafist er banns við vopnasölu til Ísraels. Þá hafa Sádar stigið fram, ásamt fleiri múslimaþjóðum, og sagt að þjóðarmorðinu verði að linna. Og Alþjóða glæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipanir á forystumenn fjöldamorðanna. Þetta er jákvætt allt saman en ekki gjörðir. Nú dugir ekkert annað en að hóta aðgerðum. Ríki heims þurfa að sýna hryðjuverkaríkinu tennurnar og hóta stríðsyfirlýsingu í kjölfarið. Sérstaklega þurfa múslimaþjóðir að sýna að þær standi með Palestínumönnum. Stríðsyfirlýsing margra þjóða myndi lækka rostann í fasistunum og jafnvel draga þá að samningaborðinu. Varla trúi ég að USA mundi vilja kyngja stríðsyfirlýsingu frá stórum hluta hinna sameinuðu þjóða. Þetta kann að hljóma einfeldningslega en nú er löngu kominn tími örþrifaráða. Ríki sem slitið höfðu sambandi við Ísrael í maí voru Kolombía, Bólivía, Belís og Suður-Afríka, Bahrain, Chad, Síle, Honduras, Jórdanía og Tyrkland. Einnig hafa nokkur ríki kallað sendifulltrúa sína heim. Af ríkjum Evrópu má nefna Spán, Belgíu, Luxemburg og Írland sem hafa andæft framferði síonista harðlega. Þögn Norðurlanda (þ.á m. Íslands) vekur athygli í þessu sambandi þó að Noregur hafi reyndar viðurkennt Palestínu. Konan með langa nafnið segir afstöðu Íslendinga skýra en því miður fer ósköp lítið fyrir gjörðum. Þær eru a.m.k. ekki til þess fallnar að vekja athygli. Lítil von er til þess að stjórnvöld geri nokkuð í þessum málum, meðan BB fer þar með verkstjórn. Hvað gerist þegar ný stjórn tekur við veit maður ekki. Við spyrjum að leikslokum. Já, undarleg er sú þversögn sem þetta mál er allt orðið. Ísraelsmenn hafa komið í veg fyrir vopnahlé mánuðum saman og Kanar styðja þá í hvívetna. Ef sprengjurnar hættu að falla á Gaza, myndi andspyrnu ljúka og gíslar verða látnir lausir. En það verður enginn friður fyrr en byssurnar þagna í Palestínu. Í kjölfarið þarf að stofna sjálfstætt ríki Palestínumanna. Að vísu styttist nú tíminn í að Trump taki við í USA. Hann er óútreiknanlegur en boðar ekkert gott fyrir Palestínu. Hann gæti þess vegna gefið síonistum grænt ljós á að innlima Vesturbakkann og senda landránsmenn aftur inn á Gaza, nokkuð sem síonista dreymir um. Trump tilheyrir að e-u leyti kristnum evangelistum sem trúa því að Kristur muni koma aftur og í kjölfarið verði heimsendir sem aðeins þeir (hinir réttlátu) muni lifa af og gyðingar sem snúast til kristni og svo verði e-s konar algleymi (the rapture). Annars er þetta rugl illskiljanlegt. Þessu trúir hluti kjósenda Trumps. Að heimsendir sé í nánd, þykjast sjá ýmis merki þess og styðja verði Ísrael fram í þann rauða! Illa er komið fyrir þeirri þjóð sem sjálf hefur sitt þjóðaramorð á samviskunni. Nú lítur út fyrir að síonistar ætli sér að útrýma Palestínumönnum í norðurhluta Gaza eða reka þá suðureftir. USA heldur auðvitað áfram að senda síonistum þungavopn þrátt fyrir allar samþykktir SÞ og Alþjóða glæpadómstólinn. Ísrael þarf jú að geta varið sig!! Og nú er glæpahundurinn Assad fallinn og síonistar fara mikinn er þeir eyðileggja vopnabúr Sýrlendinga. Allt er það gert í varnarskyni, segja þér. Blóði drifin hundalógikkin ríkir í skjóli risaveldisins og álengdar stendur Blinken, hinn mikli sáttasemjari. Hann er í einni sæng með fasistunum sem hann þykist vera að semja við, í enn einni ferðinni til landsins sem kallað var landið helga. Það rís því miður varla undir því nafni lengur, þótt þarna mætist þrenn trúarbrögð. Ekkert er heilagt við þau manndráp og þá kúgun sem þarna fer fram og hefur í rauninni gert í áratugi. Höfundur er tónlistarmaður
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun