Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2024 18:00 Alessandro Nesta hefur ekki tekist að fylgja góðum árangri fyrri þjálfara eftir. Marco Luzzani/Getty Images Alessandro Nesta hefur verið sagt upp störfum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza eftir að hafa aðeins unnið einn af sautján leikjum við stjórnvölinn. Nesta átti farsælan feril sem leikmaður, var meðal annars fyrirliði Lazio, vann Meistaradeildina í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Nesta var öflugur miðvörður. Nordic Photos / AFP Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt Miami FC, Perugia, Frosinone og síðast Reggiana. Hann tók við hjá Monza í sumar eftir að Raffaele Palladino, sem hafði stýrt liðinu tvö tímabil og náð frábærum árangri, fór til Fiorentina. Monza var að spila sín fyrstu tvö tímabil í úrvalsdeild og hafnaði í 11. og 12. sæti. Á þessu tímabili undir stjórn Nesta hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert sjö jafntefli, tapað níu leikjum og situr í neðsta sæti deildarinnar. Síðasti leikur Nesta við stjórn var í gærkvöldi þar sem liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Juventus. AC Monza comunica di aver sollevato Alessandro Nesta dall’incarico di allenatore della Prima Squadra.Il Club ringrazia il tecnico per quanto fatto finora e gli augura il meglio per il futuro. pic.twitter.com/RjgdhmHwBC— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Monza tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag, um klukkan hálf tvö, og leitin að eftirmanni Nesta stóð ekki lengi. Salvatore Bocchetti skrifaði undir samning til 2027 um hálf fjögur leitið. AC Monza comunica che Salvatore Bocchetti è il nuovo allenatore della Prima Squadra biancorossa, con un contratto fino al 30 giugno 2027. pic.twitter.com/rs1x5JtVzw— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Bocchetti var á sínum tíma miðvörður, líkt og Nesta. Hann hóf ferilinn á Ítalíu en eyddi níu árum í Rússlandi sem leikmaður Rubin Kazan og Spartak Moskvu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ítalíu og var í leikmannahópnum á heimsmeistaramótinu 2010. Þjálfaraferill hans hófst þar sem leikmannaferillinn endaði árið 2021, hjá Hellas Verona sem þjálfari í unglingaliðum og síðar aðstoðarþjálfari og tímabundinn aðalþjálfari aðalliðsins. Hann fór frá félaginu í fyrra og hefur verið án starfs síðan. Ítalski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Nesta átti farsælan feril sem leikmaður, var meðal annars fyrirliði Lazio, vann Meistaradeildina í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Nesta var öflugur miðvörður. Nordic Photos / AFP Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt Miami FC, Perugia, Frosinone og síðast Reggiana. Hann tók við hjá Monza í sumar eftir að Raffaele Palladino, sem hafði stýrt liðinu tvö tímabil og náð frábærum árangri, fór til Fiorentina. Monza var að spila sín fyrstu tvö tímabil í úrvalsdeild og hafnaði í 11. og 12. sæti. Á þessu tímabili undir stjórn Nesta hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert sjö jafntefli, tapað níu leikjum og situr í neðsta sæti deildarinnar. Síðasti leikur Nesta við stjórn var í gærkvöldi þar sem liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Juventus. AC Monza comunica di aver sollevato Alessandro Nesta dall’incarico di allenatore della Prima Squadra.Il Club ringrazia il tecnico per quanto fatto finora e gli augura il meglio per il futuro. pic.twitter.com/RjgdhmHwBC— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Monza tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag, um klukkan hálf tvö, og leitin að eftirmanni Nesta stóð ekki lengi. Salvatore Bocchetti skrifaði undir samning til 2027 um hálf fjögur leitið. AC Monza comunica che Salvatore Bocchetti è il nuovo allenatore della Prima Squadra biancorossa, con un contratto fino al 30 giugno 2027. pic.twitter.com/rs1x5JtVzw— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Bocchetti var á sínum tíma miðvörður, líkt og Nesta. Hann hóf ferilinn á Ítalíu en eyddi níu árum í Rússlandi sem leikmaður Rubin Kazan og Spartak Moskvu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ítalíu og var í leikmannahópnum á heimsmeistaramótinu 2010. Þjálfaraferill hans hófst þar sem leikmannaferillinn endaði árið 2021, hjá Hellas Verona sem þjálfari í unglingaliðum og síðar aðstoðarþjálfari og tímabundinn aðalþjálfari aðalliðsins. Hann fór frá félaginu í fyrra og hefur verið án starfs síðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira