Fjórir einstaklingar sem tóku þátt í ólátunum hafa nú hlotið stuttan fangelsisdóm fyrir ofbeldi gegn stuðningsfólki og sá fimmti var dæmdur til samfélagsþjónustu sökum ungs aldurs.
Sá sem fékk þyngsta dóminn fékk sex mánaða fangelsisdóm. Annar var dæmdur til að dúsa í tíu vikur í fangelsi og tveir aðrir dæmdir í mánaðarlanga fangelsisvist.
Dómari við héraðsdóm í Amsterdam sagði að fangelsisdómur mannanna fjögurra hafi verið við hæfi miðað við alvarleika brotanna.