Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 13:32 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir ásókn í viðtalstíma hafa aukist mjög. Vísir/Einar Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi. „Aðsóknin var ansi mikil í desember, mikið sótt í viðtalsþjónustuna til dæmis og við þurftum að bæta við dögum. Á aðfangadagskvöld var mjög rólegt í athvarfinu. Þetta er alltaf frekar ófyrirsjáanlegt hvernig er hjá okkur,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að ásókn hafi mest aukist í viðtalsþjónustuna. „Athvarfið siglir frekar jafnt í gengum árin en aðsóknin í viðtalsþjónustuna er alltaf að aukast en því miður vegna húsnæðis þá höfum við ekki getað stækkað hana neitt mikið, þannig að við erum að veita svipað mörg viðtöl í ár eins og í fyrra,“ segir Linda. „Um leið og við flytjum í nýtt athvarf, sem við erum að byggja núna, þá sjáum við fram á að geta boðið upp á aukna viðtalsþjónustu. Þá verðum við með fleiri rými. Við finnum það að það eru fleiri konur að sækjast í að koma í viðtöl, sem eru ekki að koma í dvöl en vilja fá ráðgjöf.“ Náðu að koma konum fyrir í íbúðum Komið hafa jól þar sem athvarfið hefur verði troðfullt. „Og það er alltaf mjög hátíðlegt í athvarfinu, sama hversu margar eru. Við höldum alltaf mjög hátíðleg jól og er með jólatré og allt það.“ Nú hafi tekist að koma flestum þeim sem voru í athvarfin fyrir í búsetubrúnni. „Sem eru íbúðir sem við eigum sem konur geta stundum farið í eftir að hafa verið hjá okkur í athvarfinu og það voru nokkrar konur og börn, sem við náðum að færa úr athvarfinu í búsetubrú fyrir jólin þannig að þau gátu haldið sín eigin jól,“ segir Linda. „Þá erum við að setja svolítið kraftana í að aðstoða þær konur líka. Þetta er mjög oft erfitt, þó þú sért kominn út úr ofbeldinu að koma undir þig fótunum og að koma þér af stað aftur út í lífið. Þannig að við höfum verið að setja líka töluverðan kraft í að aðstoða þær konur og börnin sem þar búa.“ Kvennaathvarfið Jól Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Aðsóknin var ansi mikil í desember, mikið sótt í viðtalsþjónustuna til dæmis og við þurftum að bæta við dögum. Á aðfangadagskvöld var mjög rólegt í athvarfinu. Þetta er alltaf frekar ófyrirsjáanlegt hvernig er hjá okkur,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að ásókn hafi mest aukist í viðtalsþjónustuna. „Athvarfið siglir frekar jafnt í gengum árin en aðsóknin í viðtalsþjónustuna er alltaf að aukast en því miður vegna húsnæðis þá höfum við ekki getað stækkað hana neitt mikið, þannig að við erum að veita svipað mörg viðtöl í ár eins og í fyrra,“ segir Linda. „Um leið og við flytjum í nýtt athvarf, sem við erum að byggja núna, þá sjáum við fram á að geta boðið upp á aukna viðtalsþjónustu. Þá verðum við með fleiri rými. Við finnum það að það eru fleiri konur að sækjast í að koma í viðtöl, sem eru ekki að koma í dvöl en vilja fá ráðgjöf.“ Náðu að koma konum fyrir í íbúðum Komið hafa jól þar sem athvarfið hefur verði troðfullt. „Og það er alltaf mjög hátíðlegt í athvarfinu, sama hversu margar eru. Við höldum alltaf mjög hátíðleg jól og er með jólatré og allt það.“ Nú hafi tekist að koma flestum þeim sem voru í athvarfin fyrir í búsetubrúnni. „Sem eru íbúðir sem við eigum sem konur geta stundum farið í eftir að hafa verið hjá okkur í athvarfinu og það voru nokkrar konur og börn, sem við náðum að færa úr athvarfinu í búsetubrú fyrir jólin þannig að þau gátu haldið sín eigin jól,“ segir Linda. „Þá erum við að setja svolítið kraftana í að aðstoða þær konur líka. Þetta er mjög oft erfitt, þó þú sért kominn út úr ofbeldinu að koma undir þig fótunum og að koma þér af stað aftur út í lífið. Þannig að við höfum verið að setja líka töluverðan kraft í að aðstoða þær konur og börnin sem þar búa.“
Kvennaathvarfið Jól Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira