Harmur hrokagikksins Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 11:30 Haaland hafa verið mislagðar fætur fyrir framan markið að undanförnu. vísir / getty Norðmaðurinn Erling Haaland hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, frekar en liðsfélagar hans í Manchester City. Enginn hefur klúðrað fleiri marktækifærum í ensku úrvalsdeildinni frá því að Norðmaðurinn lét hrokafull ummæli falla eftir jafntefli við Arsenal í haust. Haaland klúðraði vítaspyrnu gegn Everton í 1-1 jafntefli City á Etihad-vellinum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Um var að ræða fjórða deildarleikinn sem City mistekst að vinna í röð. Aðeins einn af síðustu níu leikjum liðsins í deild hefur unnist og um sögulega slakt gengi að ræða. Margur hefur gert grín að Haaland á samfélagsmiðlum vegna ummæla hans við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, eftir 2-2 jafntefli liðanna í lok september og sett þann hroka í samhengi við slæmt gengi City-liðsins. Að ummælin hafi bitið Haaland í rassgatið. Haaland sagði Arsenal-liðum þá að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt. Þetta gerði hann til að strá salti í sár Skyttanna sem fengu á sig jöfnunarmark frá City á áttundu mínútu uppbótartíma. City vann að vísu þrjá af næstu fjórum leikjum eftir að ummælin féllu. Síðan þá hefur áðurnefnt níu leikja hrun tekið við þar sem aðeins einn leikur hefur unnist. Haaland skoraði fyrra mark City í jafnteflinu við Arsenal en hann hafði á þeim tímapunkti skorað í hverjum einasta deildarleik, alls skorað 10 mörk í fyrstu fimm deildarleikjunum. Since Manchester City's 2-2 draw with Arsenal, Erling Haaland has missed more clear-cut goalscoring opportunities (11) than any other Premier League player. 🫠Stay humble, eh? pic.twitter.com/oWmpeBNN9Z— WhoScored.com (@WhoScored) December 26, 2024 Síðan þá hefur Norðmaðurinn aðeins skorað þrjú mörk í 13 leikjum, markaskor sem er langt neðan þess sem maður hefur fengið að venjast frá komu hans til Manchester. Það sem meira er, hefur enginn í ensku úrvalsdeildinni klúðrað eins mörgum upplögðum marktækifærum á þeim tíma sem liðinn er frá því að ummælin frægu féllu. Alls hefur Haaland klúðrað ellefu upplögðum marktækifærum í leikjunum 13 frá því að City mætti Arsenal. Með jafntefli helgarinnar við Everton missti City bæði Bournemouth og Newcastle upp fyrir sig og situr nú í sjöunda sæti með 28 stig, jafnt Fulham og Aston Villa að stigum sem eru í sætunum fyrir neðan. Nýliðar Leicester City eru næsta verkefni Manchester City en þeir fyrrnefndu töpuðu 3-1 fyrir Liverpool í gær. Liðin mætast á King Power-vellinum í Leicester 29. desember. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Haaland klúðraði vítaspyrnu gegn Everton í 1-1 jafntefli City á Etihad-vellinum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Um var að ræða fjórða deildarleikinn sem City mistekst að vinna í röð. Aðeins einn af síðustu níu leikjum liðsins í deild hefur unnist og um sögulega slakt gengi að ræða. Margur hefur gert grín að Haaland á samfélagsmiðlum vegna ummæla hans við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, eftir 2-2 jafntefli liðanna í lok september og sett þann hroka í samhengi við slæmt gengi City-liðsins. Að ummælin hafi bitið Haaland í rassgatið. Haaland sagði Arsenal-liðum þá að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt. Þetta gerði hann til að strá salti í sár Skyttanna sem fengu á sig jöfnunarmark frá City á áttundu mínútu uppbótartíma. City vann að vísu þrjá af næstu fjórum leikjum eftir að ummælin féllu. Síðan þá hefur áðurnefnt níu leikja hrun tekið við þar sem aðeins einn leikur hefur unnist. Haaland skoraði fyrra mark City í jafnteflinu við Arsenal en hann hafði á þeim tímapunkti skorað í hverjum einasta deildarleik, alls skorað 10 mörk í fyrstu fimm deildarleikjunum. Since Manchester City's 2-2 draw with Arsenal, Erling Haaland has missed more clear-cut goalscoring opportunities (11) than any other Premier League player. 🫠Stay humble, eh? pic.twitter.com/oWmpeBNN9Z— WhoScored.com (@WhoScored) December 26, 2024 Síðan þá hefur Norðmaðurinn aðeins skorað þrjú mörk í 13 leikjum, markaskor sem er langt neðan þess sem maður hefur fengið að venjast frá komu hans til Manchester. Það sem meira er, hefur enginn í ensku úrvalsdeildinni klúðrað eins mörgum upplögðum marktækifærum á þeim tíma sem liðinn er frá því að ummælin frægu féllu. Alls hefur Haaland klúðrað ellefu upplögðum marktækifærum í leikjunum 13 frá því að City mætti Arsenal. Með jafntefli helgarinnar við Everton missti City bæði Bournemouth og Newcastle upp fyrir sig og situr nú í sjöunda sæti með 28 stig, jafnt Fulham og Aston Villa að stigum sem eru í sætunum fyrir neðan. Nýliðar Leicester City eru næsta verkefni Manchester City en þeir fyrrnefndu töpuðu 3-1 fyrir Liverpool í gær. Liðin mætast á King Power-vellinum í Leicester 29. desember.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira