Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 11:59 Víkingar munu spila heimaleikinn fjarri heimahögunum. Getty/Christian Kaspar-Bartke Víkingur leitar erlendra leikvalla fyrir heimaleik liðsins við gríska liðið Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur, frekar en aðrir vellir hérlendis. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, staðfestir tíðindin við Fótbolti.net en sögusagnir um málið hafa verið á sveimi síðustu daga. Þar á meðal greindi Albert Brynjar Ingason frá í viðtali við Vísi fyrir jól. Leikurinn þarf að fara fram að kvöldi til og ljóst að birtuskilyrði eru ekki til staðar á Íslandi í febrúar. Lýsing á Kópavogsvelli uppfyllir ekki kröfur UEFA en Víkingar komust hjá því með því að spila heimaleiki sína snemma dags í skammdeginu í vetur. Leikur Víkings og Djurgården fyrr í þessum mánuði hófst til að mynda klukkan 13:00. Haraldur sagði enn fremur við Fótbolti.net að Víkingar gætu ekki flutt leikinn til Færeyja þar sem samgöngur til eyjanna þykja ótraustar. Aðrir kostir séu til skoðunar, þar á meðal Kaupmannahöfn, en því fylgja einnig flækjustig þar sem FC Kaupmannahöfn er í sömu keppni með sömu leikdaga. Leit Víkinga að velli mun því fara fram næstu daga. Heimaleikur Víkings mun fara fram á erlendri grundu þann 13. febrúar. Síðari leikurinn fer fram í Grikklandi viku síðar. Með Panathinaikos leika landsliðsmennirnir Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Sá síðarnefndi hefur þó verið frá vegna meiðsla misserum saman. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, staðfestir tíðindin við Fótbolti.net en sögusagnir um málið hafa verið á sveimi síðustu daga. Þar á meðal greindi Albert Brynjar Ingason frá í viðtali við Vísi fyrir jól. Leikurinn þarf að fara fram að kvöldi til og ljóst að birtuskilyrði eru ekki til staðar á Íslandi í febrúar. Lýsing á Kópavogsvelli uppfyllir ekki kröfur UEFA en Víkingar komust hjá því með því að spila heimaleiki sína snemma dags í skammdeginu í vetur. Leikur Víkings og Djurgården fyrr í þessum mánuði hófst til að mynda klukkan 13:00. Haraldur sagði enn fremur við Fótbolti.net að Víkingar gætu ekki flutt leikinn til Færeyja þar sem samgöngur til eyjanna þykja ótraustar. Aðrir kostir séu til skoðunar, þar á meðal Kaupmannahöfn, en því fylgja einnig flækjustig þar sem FC Kaupmannahöfn er í sömu keppni með sömu leikdaga. Leit Víkinga að velli mun því fara fram næstu daga. Heimaleikur Víkings mun fara fram á erlendri grundu þann 13. febrúar. Síðari leikurinn fer fram í Grikklandi viku síðar. Með Panathinaikos leika landsliðsmennirnir Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Sá síðarnefndi hefur þó verið frá vegna meiðsla misserum saman.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira