Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 12:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar er við leit. Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan hafi síðan verið við leit. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að þyrla gæslunnar og hafi hafið leit á punktinum sunnan Þorlákshafnar og ekkert fundið. Þyrlan hafi síðan stefnt á Meradali. Eftirlitsflugvélin TF-Sif hefur síðan farið í loftið og leitar suður af Þorlákshöfn. Ekki liggur fyrir frá hverjum þetta boð hafi komið. Að sögn Ásgeirs þykir líklegra að boðið hafi komið frá Þorlákshöfn, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að leita af sér allan grun á hinni staðsetningunni. Einnig var haft samband við fiskiskip á svæðinu. Ekkert vit að vera á ferðinni þarna Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að veðrið á vettvangi sé snælduvitlaust. „Það er ekkert vit í því að vera þarna á ferð. Það er bæði kalt og þá gengur á með dimmum éljum. Það er gríðarleg vindkæling. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þessa leit því menn endast ekkert lengi í þessu, nema þeir séu þeim mun betur klæddir. En svo vitum við ekkert hvort þetta sé raunverulegt. Við erum bara leita af okkur grun,“ segir Sölvi. Einhverjir bílar eru á bílastæðum skammt frá vettvangi og hefur lögreglan verið að reyna að hafa samband við eigendur þeirra bíla. Leitin er umfangsmikil að sögn Sölva, en um fimmtíu björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Uppfært klukkan 15:42 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Um sjötíu björgunarsveitarmenn séu við leit í leiðinlegu veðri. Þá fari birtuskilyrðum ekki batnandi þegar líða tekur á daginn. Ekkert hafi fundist sem útskýri neyðarboðið. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Ölfus Grindavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan hafi síðan verið við leit. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að þyrla gæslunnar og hafi hafið leit á punktinum sunnan Þorlákshafnar og ekkert fundið. Þyrlan hafi síðan stefnt á Meradali. Eftirlitsflugvélin TF-Sif hefur síðan farið í loftið og leitar suður af Þorlákshöfn. Ekki liggur fyrir frá hverjum þetta boð hafi komið. Að sögn Ásgeirs þykir líklegra að boðið hafi komið frá Þorlákshöfn, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að leita af sér allan grun á hinni staðsetningunni. Einnig var haft samband við fiskiskip á svæðinu. Ekkert vit að vera á ferðinni þarna Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að veðrið á vettvangi sé snælduvitlaust. „Það er ekkert vit í því að vera þarna á ferð. Það er bæði kalt og þá gengur á með dimmum éljum. Það er gríðarleg vindkæling. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þessa leit því menn endast ekkert lengi í þessu, nema þeir séu þeim mun betur klæddir. En svo vitum við ekkert hvort þetta sé raunverulegt. Við erum bara leita af okkur grun,“ segir Sölvi. Einhverjir bílar eru á bílastæðum skammt frá vettvangi og hefur lögreglan verið að reyna að hafa samband við eigendur þeirra bíla. Leitin er umfangsmikil að sögn Sölva, en um fimmtíu björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Uppfært klukkan 15:42 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Um sjötíu björgunarsveitarmenn séu við leit í leiðinlegu veðri. Þá fari birtuskilyrðum ekki batnandi þegar líða tekur á daginn. Ekkert hafi fundist sem útskýri neyðarboðið.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Ölfus Grindavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira