Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 12:00 Jólasteikin situr lengur í sumum en öðrum. Kevin C. Cox/Getty Images for The Showdown Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, verður frá keppni fyrstu vikur nýs árs eftir að hafa slasað sig við að elda jólasteikina í ár. Scheffler hefur dregið sig úr keppni á The Sentry, fyrsta móti ársins 2025, sem fram fer á Hawaii helgina 2.-5. janúar. Þá er einnig búist við því að hann missi af Sony Open, sem einnig fer fram á Hawaii, viku síðar, en hann verður líklega mættur aftur til keppni á American Express Championship í Kaliforníu sem hefst 16. janúar. Meiðslin sem halda Scheffler frá keppni eru því ekki alvarleg, en þau eru í það minnsta skondin. Scheffler slasaði sig við eldamennsku, nánar tiltekið þegar hann var að undirbúa jólasteikina. „Á jóladag, þegar Scottie var að undirbúa kvöldmatinn, fékk hann skurð í lófa hægri handar er hann skar sig á glerbroti,“ segir í yfirlýsingu frá Blake Smith, umboðsmanni Schefflers. THE SENTRY FIELD UPDATE AND STATEMENT ON BEHALF OF SCOTTIE SCHEFFLER pic.twitter.com/QTUXoNUMdd— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) December 27, 2024 „Lítil glerbrot urðu eftir í lófa hans og hann þarf því á skurðaðgerð að halda. Honum hefur verið sagt að hann ætti að vera búinn að ná sér að fullu eftir þrjár til fjórar vikur.“ Golf Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Scheffler hefur dregið sig úr keppni á The Sentry, fyrsta móti ársins 2025, sem fram fer á Hawaii helgina 2.-5. janúar. Þá er einnig búist við því að hann missi af Sony Open, sem einnig fer fram á Hawaii, viku síðar, en hann verður líklega mættur aftur til keppni á American Express Championship í Kaliforníu sem hefst 16. janúar. Meiðslin sem halda Scheffler frá keppni eru því ekki alvarleg, en þau eru í það minnsta skondin. Scheffler slasaði sig við eldamennsku, nánar tiltekið þegar hann var að undirbúa jólasteikina. „Á jóladag, þegar Scottie var að undirbúa kvöldmatinn, fékk hann skurð í lófa hægri handar er hann skar sig á glerbroti,“ segir í yfirlýsingu frá Blake Smith, umboðsmanni Schefflers. THE SENTRY FIELD UPDATE AND STATEMENT ON BEHALF OF SCOTTIE SCHEFFLER pic.twitter.com/QTUXoNUMdd— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) December 27, 2024 „Lítil glerbrot urðu eftir í lófa hans og hann þarf því á skurðaðgerð að halda. Honum hefur verið sagt að hann ætti að vera búinn að ná sér að fullu eftir þrjár til fjórar vikur.“
Golf Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira