Innlent

Ó­fært í Ísa­fjarðar­djúpi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Dynjandisheiði á Vestfjörðum. Þá er ófært um Breiðdalsheiði á Austurlandi og á Fróðárheiði á Vesturlandi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

„Þæfingur, snjóþekja eða hálka eru á flestum leiðum en þungfært er á Klettshálsi. Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Dynjandisheiði. Vakin er athygli á slæmri veðurspá fyrir svæðið eftir hádegi í dag,“ segir um stöðuna á Vestfjörðum.

Þá er stöðunni um allt land líst þannig að hálka eða hálkublettir séu að flestum leiðum, og jafnvel snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×