Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 11:50 Olíuskipið Eagle S er hluti af rússneskum skuggaflota. AP/Jussi Nukari Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. Sæstrengurinn í Eystrasalti sem liggur á milli Finnlands og Eistlands bilaði á jóladagskvöld. Snemma kom upp grunur á að um skemmdarverk væri að ræða. Olíuflutningaskipið Eagle S, sem er hluti af svokölluðum rússneskum „skuggaflota“ sigldi þá óvenju hægt fram hjá strengnum þegar atvikið átti sér stað. Skipið var á leið frá Sankti Pétursborg til Egyptalands. Finnsk yfirvöld grunar að olíuskipið hafi eitthvað að gera með bilunina. Þá fannst löng slóð á hafsbotni. Slóðin er tuga kílómetra löng og gefa vísbendingar til kynna að hún sé eftir akkeri Eagle S sem hafi verið dregið eftir hafsbotninum. Slóðin endaði þar sem skipverjar Eagle S drógu upp akkerið. Finnski ríkismiðillinn Yle greinir frá. „Slóðin endaði þar sem skipið dró upp akkerið. Og frá þeim punkti er slóð í austurátt sem heldur áfram í nokkuð tugi kílómetra, og gæti jafnvel verið nálægt hundrað kílómetrum,“ sagði Sami Paila sem er yfir rannsókninni í samtali við Yle. Finnska rannsóknarstofnun ríkisins er nú um borð skipsins þar sem þeir framkvæma rannsókn. Eagle S er innan landhelgi Finna og er í gildi flugbann í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Slæmt veður var í Finnlandi í gær og því þurfti að fresta rannsókninni. Rannsakendur notuðu kafbáta og neðansjávarmyndavélar til að skoða hafsbotninn. Finnland Sæstrengir Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Sæstrengurinn í Eystrasalti sem liggur á milli Finnlands og Eistlands bilaði á jóladagskvöld. Snemma kom upp grunur á að um skemmdarverk væri að ræða. Olíuflutningaskipið Eagle S, sem er hluti af svokölluðum rússneskum „skuggaflota“ sigldi þá óvenju hægt fram hjá strengnum þegar atvikið átti sér stað. Skipið var á leið frá Sankti Pétursborg til Egyptalands. Finnsk yfirvöld grunar að olíuskipið hafi eitthvað að gera með bilunina. Þá fannst löng slóð á hafsbotni. Slóðin er tuga kílómetra löng og gefa vísbendingar til kynna að hún sé eftir akkeri Eagle S sem hafi verið dregið eftir hafsbotninum. Slóðin endaði þar sem skipverjar Eagle S drógu upp akkerið. Finnski ríkismiðillinn Yle greinir frá. „Slóðin endaði þar sem skipið dró upp akkerið. Og frá þeim punkti er slóð í austurátt sem heldur áfram í nokkuð tugi kílómetra, og gæti jafnvel verið nálægt hundrað kílómetrum,“ sagði Sami Paila sem er yfir rannsókninni í samtali við Yle. Finnska rannsóknarstofnun ríkisins er nú um borð skipsins þar sem þeir framkvæma rannsókn. Eagle S er innan landhelgi Finna og er í gildi flugbann í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Slæmt veður var í Finnlandi í gær og því þurfti að fresta rannsókninni. Rannsakendur notuðu kafbáta og neðansjávarmyndavélar til að skoða hafsbotninn.
Finnland Sæstrengir Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58