Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2025 12:15 Eyjólfur Ármannsson nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætlar strax að láta hendur standa fram úr ermum. Vísir Ný ríkisstjórn hittist á vinnufundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á morgun og er búist við að fundurinn standi allan daginn að sögn samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að hefja framkvæmdir á Sundabraut. Framkvæmdin verði fjármögnuð með innheimtu veggjalda Vinnufundur ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum hefst í fyrramálið og verður fram eftir degi að sögn Eyjólfs Ármannssonar nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Þetta verður svona vinnufundur hjá okkur á Þingvöllum. Ég hlakka til,“ segir Eyjólfur. Stórframkvæmdir fram undan Eyjólfur sem hitti allt starfsfólk ráðuneytisins í morgun segir mörg stór verkefni fram undan eins og framkvæmdir um allt land í samgöngum og jarðgangagerð. „Sundabraut er forgangsmál. Það kemur úr umhverfismati um Sundabraut og það þarf að ákveða hvort að það verði brú eða jarðgöng núna á vormánuðum. Í stjórnarsáttmálanum.er gert ráð fyrir að fjárfest sé í innviðum til að auka verðmætasköpun. Þá á að hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt í samgöngum og rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í jarðgangagerð, helst á næsta ári. Svo er það samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann. Sundabraut fjármögnuð með veggjöldum Eyjólfur segir eftir að taka ákvörðun um fjármögnun jarðganga en Sundabraut verði ekki á kostnað ríkissjóðs. „Sundabraut er verkefni sem er fjármagnað með innheimtu veggjalda. Það er ekki inn í ríkisfjármálunum. Svo er það jarðgangagerðin, ég myndi vilja hafa fastan lið í fjárlögum fyrir jarðgangagerð. Þannig að það verði alltaf nægt fjármagn svo ein jarðgöng taki við að öðrum. Aðspurður um hvar sé brýnasta þörfin fyrir jarðgöng svarar Eyjólfur. „Það er á Vestfjörðum, Austfjörðum og Tröllaskaga en þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegtollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Vinnufundur ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum hefst í fyrramálið og verður fram eftir degi að sögn Eyjólfs Ármannssonar nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Þetta verður svona vinnufundur hjá okkur á Þingvöllum. Ég hlakka til,“ segir Eyjólfur. Stórframkvæmdir fram undan Eyjólfur sem hitti allt starfsfólk ráðuneytisins í morgun segir mörg stór verkefni fram undan eins og framkvæmdir um allt land í samgöngum og jarðgangagerð. „Sundabraut er forgangsmál. Það kemur úr umhverfismati um Sundabraut og það þarf að ákveða hvort að það verði brú eða jarðgöng núna á vormánuðum. Í stjórnarsáttmálanum.er gert ráð fyrir að fjárfest sé í innviðum til að auka verðmætasköpun. Þá á að hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt í samgöngum og rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í jarðgangagerð, helst á næsta ári. Svo er það samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann. Sundabraut fjármögnuð með veggjöldum Eyjólfur segir eftir að taka ákvörðun um fjármögnun jarðganga en Sundabraut verði ekki á kostnað ríkissjóðs. „Sundabraut er verkefni sem er fjármagnað með innheimtu veggjalda. Það er ekki inn í ríkisfjármálunum. Svo er það jarðgangagerðin, ég myndi vilja hafa fastan lið í fjárlögum fyrir jarðgangagerð. Þannig að það verði alltaf nægt fjármagn svo ein jarðgöng taki við að öðrum. Aðspurður um hvar sé brýnasta þörfin fyrir jarðgöng svarar Eyjólfur. „Það er á Vestfjörðum, Austfjörðum og Tröllaskaga en þetta á allt eftir að koma í ljós.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegtollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira