Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru tveir lögreglubílar á staðnum um tvöleytið.
Samkvæmt Guðmundi Kára Sævarssyni aðalvarðstjóra hjá lögreglunni varð tveggja bíla árekstur. Enginn slasaðist alvarlega.
Lárus Steindór Björnsson varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.