„Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 22:04 Sigmundur að segja Ingu Sæland að sýna ábyrgð. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að gera ekki lítið úr Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félagsmálaráðherra. Það gerði Kristrún í Kryddsíldinni á gamlársdag eftir að Sigmundur gagnrýndi Ingu og sagði hana þurfa að tala af ábyrgð. Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02
„Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21
Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent