Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 07:48 Edmundo González, forsetaframbjóðandi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, þegar hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins sem eru veitt baráttufólki fyrir mannréttindum og hugsunarfrelsi í desember. Vísir/EPA Ríkisstjórn Venesúela býður hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar á annan tug milljóna króna í verðlaun. Frambjóðandinn hefur heitið því að snúa aftur úr útlegð fyrir embættistöku Nicolás Maduro forseta. Edmundo González hlaut pólitískt hæli á Spáni eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar umdeildra forsetakosninga síðasta sumar. Stjórnarandstaðan sakaði Maduro um að hafa rangt við og lagði fram gögn sem véfengdu opinber kosningaúrslit. Alþjóðlegir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna og skort á gegnsæi í talningu atkvæða. Stjórn Maduro brást við með því að reyna að handtaka González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. González sá sér þann kost vænstan að flýja land í september eftir að hann var ákærður fyrir samsæri og skjalafals. González boðaði að hann ætlaði að snúa aftur til Venesúela fyrir embættistöku Maduro sem fer fram næsta föstudag. Venesúelönsk stjórnvöld bjóða nú 100.000 dollara verðlaunafé til höfuðs honum, jafnvirði rúmra fjórtán milljóna íslenskra króna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði stjórnvöldum í Caracas að eyða engum kjörgögnum frá forsetakosningunum í síðasta mánuði. Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að González hafi verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún lagði fram gögn um 80 prósent talningarskráa úr kosningunum sem hún sagði sýna þetta svart á hvítu. Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Edmundo González hlaut pólitískt hæli á Spáni eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar umdeildra forsetakosninga síðasta sumar. Stjórnarandstaðan sakaði Maduro um að hafa rangt við og lagði fram gögn sem véfengdu opinber kosningaúrslit. Alþjóðlegir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna og skort á gegnsæi í talningu atkvæða. Stjórn Maduro brást við með því að reyna að handtaka González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. González sá sér þann kost vænstan að flýja land í september eftir að hann var ákærður fyrir samsæri og skjalafals. González boðaði að hann ætlaði að snúa aftur til Venesúela fyrir embættistöku Maduro sem fer fram næsta föstudag. Venesúelönsk stjórnvöld bjóða nú 100.000 dollara verðlaunafé til höfuðs honum, jafnvirði rúmra fjórtán milljóna íslenskra króna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði stjórnvöldum í Caracas að eyða engum kjörgögnum frá forsetakosningunum í síðasta mánuði. Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að González hafi verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún lagði fram gögn um 80 prósent talningarskráa úr kosningunum sem hún sagði sýna þetta svart á hvítu.
Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29