„Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 09:44 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar „Við verðum að vona að þessi þróun haldi ekki áfram á þessu ári. Á síðasta ári sáum við slíkan fjölda vopnaðra átaka að annað eins hefur ekki verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi fjöldi barna sem er að verða fyrir áhrifum þessara átaka nálgast hálfan milljarð þetta er eitt barn af hverjum sex í heiminum.“ Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira
Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira