„Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 10:13 Jóhann Þór Ólafsson þarf að eiga við gífurlega pressu, segja sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds. vísir/Anton „Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss. Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira