Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Aron Guðmundsson skrifar 5. janúar 2025 09:31 Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar. Búið er að samþykkja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 upp á alls rúmar 519 milljónir króna. KSÍ er eina sérsambandið innan ÍSÍ, sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár, sem fær ekki krónu úr sjóðnum og hefur ekki fengið frá árinu 2017. Það þykir mönnum á Laugardalsvelli miður. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Þorvaldur við íþróttadeild. „Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sérsambandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjármagn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum afreksjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá úthlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.“ „Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari úthlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undanfarið ár. Við verðum að átta okkur á því að knattspyrnuhreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðkendur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sanngirni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjöldahreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sanngirni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er úthlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka.“ Skýringar ÍSÍ á því eru á þá leið að fjárhagsstaða KSÍ sé einfaldlega of góð. Þörfin á fé úr afrekssjóði sé einfaldlega meiri hjá minni sérsamböndum. „Þetta var svo sem sett inn í regluverkið í kringum afreksjóðinn og þvíumlíkt en það segir sig sjálft að við erum að reka þetta með ábyrgum hætti. Við gerum það vel en 2023 var ekki gott ár fyrir sambandið. Stórt tap þá en við erum að sýna ábyrgð og reka þetta vel. Við getum ekki einn daginn öll staðið saman og verið vinir í skóginum og svo þegar að farið er að úthluta fáum við ekki neitt.“ Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir KSÍ því framlag ríkisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá síðasta ári og á að úthluta hluta af því fjármagni til sérsambanda á árinu. „Ég vona að með meira fjármagni, sem á að koma inn núna í byrjun árs, um sex hundruð milljónir sem menn hafa fengið inn og eftir að hafa átt gott samtal við forystumenn ÍSÍ þá er það okkar skilningur að við séum að fara fá inn hér styrk frá þeim á nýju ári.“ En þegar að þið sækið um, með reynslu síðastliðinna ára í huga, varstu bjartsýnn á að fá úthlutun úr afrekssjóðnum? „Ég var svo einfaldur já. Ég hélt það en það var greinilega ekki. Ég tel okkur hafa unnið heiðarlega að því og á kurteisan og sanngjarnan máta. Ég vona það svo sannarlega, og eiginlega vona það ekki, ég tel mig hafa fengið hálfgert loforð um það að við fáum eitthvað úr því. Sem betur fer er það mjög gott.“ KSÍ ÍSÍ Fótbolti Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Búið er að samþykkja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 upp á alls rúmar 519 milljónir króna. KSÍ er eina sérsambandið innan ÍSÍ, sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár, sem fær ekki krónu úr sjóðnum og hefur ekki fengið frá árinu 2017. Það þykir mönnum á Laugardalsvelli miður. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Þorvaldur við íþróttadeild. „Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sérsambandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjármagn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum afreksjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá úthlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.“ „Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari úthlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undanfarið ár. Við verðum að átta okkur á því að knattspyrnuhreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðkendur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sanngirni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjöldahreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sanngirni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er úthlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka.“ Skýringar ÍSÍ á því eru á þá leið að fjárhagsstaða KSÍ sé einfaldlega of góð. Þörfin á fé úr afrekssjóði sé einfaldlega meiri hjá minni sérsamböndum. „Þetta var svo sem sett inn í regluverkið í kringum afreksjóðinn og þvíumlíkt en það segir sig sjálft að við erum að reka þetta með ábyrgum hætti. Við gerum það vel en 2023 var ekki gott ár fyrir sambandið. Stórt tap þá en við erum að sýna ábyrgð og reka þetta vel. Við getum ekki einn daginn öll staðið saman og verið vinir í skóginum og svo þegar að farið er að úthluta fáum við ekki neitt.“ Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir KSÍ því framlag ríkisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá síðasta ári og á að úthluta hluta af því fjármagni til sérsambanda á árinu. „Ég vona að með meira fjármagni, sem á að koma inn núna í byrjun árs, um sex hundruð milljónir sem menn hafa fengið inn og eftir að hafa átt gott samtal við forystumenn ÍSÍ þá er það okkar skilningur að við séum að fara fá inn hér styrk frá þeim á nýju ári.“ En þegar að þið sækið um, með reynslu síðastliðinna ára í huga, varstu bjartsýnn á að fá úthlutun úr afrekssjóðnum? „Ég var svo einfaldur já. Ég hélt það en það var greinilega ekki. Ég tel okkur hafa unnið heiðarlega að því og á kurteisan og sanngjarnan máta. Ég vona það svo sannarlega, og eiginlega vona það ekki, ég tel mig hafa fengið hálfgert loforð um það að við fáum eitthvað úr því. Sem betur fer er það mjög gott.“
KSÍ ÍSÍ Fótbolti Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira