Asninn að baki Asna allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 19:09 Perry var myndarasni og snerti við mörgum í Palo Alto-borg. Hann varð síðan fyrirmyndin að hinum ástsæla Asna úr Shrek-myndunum. Asninn Perry sem var fyrirmyndin að Asna í myndunum um Shrek er dauður en hann varð 30 ára. Þetta kemur fram í bandaríska fréttamiðlinum Palo Alto Online. Dýraþjálfarinn Jenny Kiratli sagði við miðilinn að asninn hafi verið svæfður á fimmtudag eftir erfiða baráttu við hófsperru. Perry fæddist árið 1994 og flutti árið 1997 í almenningsgarðinn Bol Park í borginni Palo Alto í Kaliforníu. Hann varði stærstum hluta ævi sinnar með asnanum Miner Forty Niner sem dó árið 2016. Perry vann það sér til frægðar að vera fyrirmyndin að karakternum Asna, helstu hjálparhellu tröllkarlsins Shrek, í fjórum Shrek-myndum. Bandaríski leikarinn Eddy Murphy talaði fyrir Asna í myndunum en í íslensku talsetningunni blés Laddi lífi í asnann. Hér fyrir nðean má sjá þegar Shrek rekst í fyrsta skiptið á hinn talandi Asna. Hófsperra dró hann til dauða Perry hafði glímt við hófsperru í einhvern tíma og lifði við gríðarlegann sársauka vegna þess. Þar að auki gat hann illa beitt afturfæti sínum vinstra megin og stóð því oft á þremur fótum. Að sögn starfsmanna í Bol-garði var allt gert til að lina sársauka Perry, margra mánaða nálastungumeðferð, laser-ljósameðferð og nudd. Hins vegar varð ljóst fyrr í vikunni hvert stefndi. Hér má sjá asnann Perry í góðum gír í sumar. „Hann var greinilega mjög þjáður. Hann er búinn að vera á miklum verkjalyfum. Og við vorum með starfsmenn hjá honum allan daginn að fylgjast með honum í von um að eitthvað myndi lagast,“ sagði Kiratli. Hún segir dauða asnans hafa verið friðsælan og meira en tólf starfsmenn hafi verið hjá honum þegar hann dó. Eftir að hann var svæfður var líki hans haldið í haganum í nokkra tíma til að félögum hans, ösnunum April og Buddy, væri ljóst að hann væri dáinn. Perry var frægur í Palo Alto og mætti fjöldi fólks í þrítugsafmæli hans í júní, þar á meðal þáverandi borgarstjóri Greer Stone. Þá lagði borgin einnig til tíu þúsund Bandaríkjadali (tæplega 1,4 milljón íslenskra króna) í sjúkrasjóð asnans. Meðalaldur asna er einmitt þrjátíu ár en þeir geta orðið allt að fjörutíu ára gamlir. Asninn sem hættir ekki að tala Þó Shrek sé aðalstjarna Shrek-myndanna gefur hinn kjaftfori og málglaði Asni honum ekkert eftir. Fyrsta Shrek-myndin kom út 2001 og næstu níu árin bættust þrjár framhaldsmyndir við með reglulegu millibili. Von er á fimmtu myndinni á næsta ári, 25 árum eftir útgáfu þeirrar fyrstu. Að sögn Kiratli bjó einn af teiknurum sem vann við gerð Shrek nálægt Bol-garði og benti kona hans honum á túnið þar sem Perry lifði. Hann fór síðan með hóp teiknara í garðinn og vörðu þeir nokkrum tímum með Perry til að ná honum almennilega. Þar með varð asninn Perry hluti af kvikmyndasögunni. View this post on Instagram A post shared by Barron Park Donkeys (@bpdonkeys) Dýr Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Þetta kemur fram í bandaríska fréttamiðlinum Palo Alto Online. Dýraþjálfarinn Jenny Kiratli sagði við miðilinn að asninn hafi verið svæfður á fimmtudag eftir erfiða baráttu við hófsperru. Perry fæddist árið 1994 og flutti árið 1997 í almenningsgarðinn Bol Park í borginni Palo Alto í Kaliforníu. Hann varði stærstum hluta ævi sinnar með asnanum Miner Forty Niner sem dó árið 2016. Perry vann það sér til frægðar að vera fyrirmyndin að karakternum Asna, helstu hjálparhellu tröllkarlsins Shrek, í fjórum Shrek-myndum. Bandaríski leikarinn Eddy Murphy talaði fyrir Asna í myndunum en í íslensku talsetningunni blés Laddi lífi í asnann. Hér fyrir nðean má sjá þegar Shrek rekst í fyrsta skiptið á hinn talandi Asna. Hófsperra dró hann til dauða Perry hafði glímt við hófsperru í einhvern tíma og lifði við gríðarlegann sársauka vegna þess. Þar að auki gat hann illa beitt afturfæti sínum vinstra megin og stóð því oft á þremur fótum. Að sögn starfsmanna í Bol-garði var allt gert til að lina sársauka Perry, margra mánaða nálastungumeðferð, laser-ljósameðferð og nudd. Hins vegar varð ljóst fyrr í vikunni hvert stefndi. Hér má sjá asnann Perry í góðum gír í sumar. „Hann var greinilega mjög þjáður. Hann er búinn að vera á miklum verkjalyfum. Og við vorum með starfsmenn hjá honum allan daginn að fylgjast með honum í von um að eitthvað myndi lagast,“ sagði Kiratli. Hún segir dauða asnans hafa verið friðsælan og meira en tólf starfsmenn hafi verið hjá honum þegar hann dó. Eftir að hann var svæfður var líki hans haldið í haganum í nokkra tíma til að félögum hans, ösnunum April og Buddy, væri ljóst að hann væri dáinn. Perry var frægur í Palo Alto og mætti fjöldi fólks í þrítugsafmæli hans í júní, þar á meðal þáverandi borgarstjóri Greer Stone. Þá lagði borgin einnig til tíu þúsund Bandaríkjadali (tæplega 1,4 milljón íslenskra króna) í sjúkrasjóð asnans. Meðalaldur asna er einmitt þrjátíu ár en þeir geta orðið allt að fjörutíu ára gamlir. Asninn sem hættir ekki að tala Þó Shrek sé aðalstjarna Shrek-myndanna gefur hinn kjaftfori og málglaði Asni honum ekkert eftir. Fyrsta Shrek-myndin kom út 2001 og næstu níu árin bættust þrjár framhaldsmyndir við með reglulegu millibili. Von er á fimmtu myndinni á næsta ári, 25 árum eftir útgáfu þeirrar fyrstu. Að sögn Kiratli bjó einn af teiknurum sem vann við gerð Shrek nálægt Bol-garði og benti kona hans honum á túnið þar sem Perry lifði. Hann fór síðan með hóp teiknara í garðinn og vörðu þeir nokkrum tímum með Perry til að ná honum almennilega. Þar með varð asninn Perry hluti af kvikmyndasögunni. View this post on Instagram A post shared by Barron Park Donkeys (@bpdonkeys)
Dýr Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira