Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Bjarki Sigurðsson skrifar 6. janúar 2025 11:56 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. Á vefsíðunni Global Petrol Prices er gerð samantekt á eldsneytisverði í 168 ríkjum. Þar kemur fram að á Íslandi sé meðalverð á bensíni 303 krónur og á dísil 310 krónur. Hong Kong er eina ríkið þar sem bæði bensín- og dísilverðið er hærra en á Íslandi og í Mónakó er bensínið dýrara. Í Danmörku er bensínlíterinn tuttugu krónum ódýrari, í Noregi fjörutíu krónum ódýrari, Finnlandi 65 krónum ódýrari og í Svíþjóð 85 krónum ódýrari. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir muninn milli Norðurlandanna sláandi. Félagið hafi lengi gagnrýnt þessi háu verð sem skýrast að miklu leyti af fákeppnisumhverfi. „Það þarf miklu víðtækara aðhald með þessum markaði en hefur verið undanfarin ár. Ég bind vonir við að ný stjórnvöld íhugi það hvernig hægt sé að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Það er mjög slæmt að við búum við fákeppni varðandi svona stóra vöruflokka sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna,“ segir Runólfur. Lágt verð eldsneytis hjá Costco hafi til skamms tíma valdið lækkunum hjá olíufélögunum. Þau hafi hins vegar dregið í land. Í dag munur fimmtán krónum á lítranum á bensíni hjá Costco, þar sem viðskiptavinir þurfa að vera meðlimir, og á ódýrasta verði Orkunnar. „Til skamms tíma voru þessar lággjaldastöðvar hinna félaganna að bjóða lítraverð sem var kannski tveimur til fimm krónum yfir Costco-verðinu. En þetta hefur breyst núna síðustu misserin og nú er verðmunurinn orðinn mun meiri. Það sýnir sig að menn eru tilbúnir að draga í land með samkeppnina því þeir treysta á fákeppnina,“ segir Runólfur. Bensín og olía Verðlag Neytendur Costco Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Á vefsíðunni Global Petrol Prices er gerð samantekt á eldsneytisverði í 168 ríkjum. Þar kemur fram að á Íslandi sé meðalverð á bensíni 303 krónur og á dísil 310 krónur. Hong Kong er eina ríkið þar sem bæði bensín- og dísilverðið er hærra en á Íslandi og í Mónakó er bensínið dýrara. Í Danmörku er bensínlíterinn tuttugu krónum ódýrari, í Noregi fjörutíu krónum ódýrari, Finnlandi 65 krónum ódýrari og í Svíþjóð 85 krónum ódýrari. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir muninn milli Norðurlandanna sláandi. Félagið hafi lengi gagnrýnt þessi háu verð sem skýrast að miklu leyti af fákeppnisumhverfi. „Það þarf miklu víðtækara aðhald með þessum markaði en hefur verið undanfarin ár. Ég bind vonir við að ný stjórnvöld íhugi það hvernig hægt sé að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Það er mjög slæmt að við búum við fákeppni varðandi svona stóra vöruflokka sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna,“ segir Runólfur. Lágt verð eldsneytis hjá Costco hafi til skamms tíma valdið lækkunum hjá olíufélögunum. Þau hafi hins vegar dregið í land. Í dag munur fimmtán krónum á lítranum á bensíni hjá Costco, þar sem viðskiptavinir þurfa að vera meðlimir, og á ódýrasta verði Orkunnar. „Til skamms tíma voru þessar lággjaldastöðvar hinna félaganna að bjóða lítraverð sem var kannski tveimur til fimm krónum yfir Costco-verðinu. En þetta hefur breyst núna síðustu misserin og nú er verðmunurinn orðinn mun meiri. Það sýnir sig að menn eru tilbúnir að draga í land með samkeppnina því þeir treysta á fákeppnina,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Verðlag Neytendur Costco Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira