Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 10:03 Ný ríkisstjórn ákvað að gera breytingar á ráðuneytum sem í einhverjum tilfellum hefur áhrif á störf embættismanna innan stjórnarráðsins. Vísir/samsett Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48
Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50