Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 14:39 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. Elliði gefur hins vegar lítið út um það hvort sú afstaða hans hafi breyst eftir tíðindi dagsins. „Ef að einhver hefur einhvern tímann íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum hljóta að gera það í dag,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Sjálfur hafi hann aldrei gefið kost á sér til forystuhlutverks hjá flokknum. Staðan í flokknum núna sé hins vegar fordæmalaus hvað varðar þau miklu tækifæri sem flokkurinn standi frami fyrir að mati Elliða. „Tækifæri til þess að efla og breyta samtalinu við þjóðina og ég mun gera allt sem ég get til að láta af mér kveða í þeim efnum.“ Hann gefur þó ekkert út, af eða á, um það hvort til greina komi að hann gefi kost á sér til forystu. „Ég hef hingað til ekki haft neinar ambisjónir í þessa átt og það hefur ekki breyst á þeim sjö mínútum sem eru liðnar síðan ég frétti þetta,“ segir Elliði léttur í bragði, en fréttastofa náði af honum tali fljótlega eftir að fyrir lá að Bjarni myndi ekki gefa kost á sér áfram. En þú útilokar ekki þann möguleika að bjóða þig fram? „Ég fullyrði að ég mun mæta á næsta landsfund,“ segir Elliði um leið og hann bendir á að alla sem sæti eigi á landsfundi sé hægt að kjósa til formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Ölfus Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Elliði gefur hins vegar lítið út um það hvort sú afstaða hans hafi breyst eftir tíðindi dagsins. „Ef að einhver hefur einhvern tímann íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum hljóta að gera það í dag,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Sjálfur hafi hann aldrei gefið kost á sér til forystuhlutverks hjá flokknum. Staðan í flokknum núna sé hins vegar fordæmalaus hvað varðar þau miklu tækifæri sem flokkurinn standi frami fyrir að mati Elliða. „Tækifæri til þess að efla og breyta samtalinu við þjóðina og ég mun gera allt sem ég get til að láta af mér kveða í þeim efnum.“ Hann gefur þó ekkert út, af eða á, um það hvort til greina komi að hann gefi kost á sér til forystu. „Ég hef hingað til ekki haft neinar ambisjónir í þessa átt og það hefur ekki breyst á þeim sjö mínútum sem eru liðnar síðan ég frétti þetta,“ segir Elliði léttur í bragði, en fréttastofa náði af honum tali fljótlega eftir að fyrir lá að Bjarni myndi ekki gefa kost á sér áfram. En þú útilokar ekki þann möguleika að bjóða þig fram? „Ég fullyrði að ég mun mæta á næsta landsfund,“ segir Elliði um leið og hann bendir á að alla sem sæti eigi á landsfundi sé hægt að kjósa til formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Ölfus Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira