Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Lovísa Arnardóttir skrifar 6. janúar 2025 15:35 Guðlaugur Þór segist enga ákvörðun enn hafa tekið um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann viðurkennir þó að það sé eitthvað sem hann hugsar um. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. „Þetta er auðvitað óvænt og þetta eru mikil tíðindi. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Bjarni hefur verið mjög öflugur og farsæll forystumaður fyrir íslenska þjóð. Árangur hans er ótvíræður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir að það fyrsta sem komi upp í hugann sé uppbygging og endurreisn í kjölfar fjármálahrunsins. Það hafi skilað þjóðarbúinu miklu og almenningi bættum lífskjörum. „Það mætti nefna ýmislegt annað en ég held að þetta verði það sem stendur upp úr.“ Hafa þekkst lengi Guðlaugur og Bjarni hafa þekkst um langa hríð. „Persónulega höfum við þekkst frá því við vorum tvítugir og það hafa verið mjög góðir tímar þó það hafi auðvitað gengið á ýmsu. Það sem stendur upp úr eru ljúfar minningar um gott samstarf bæði áður en við fórum inn á þing og sömuleiðis á þeim tíma sem við höfum starfað í þinginu.“ Guðlaugur sagðist ekki hafa haft færi á að heyra í Bjarna sjálfum. Það væri allt að gerast frekar hratt og hann sjálfur í Mexíkó. Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína á þingflokksfundi fyrr í dag sem Guðlaugur var viðstaddur í gegnum netið. Kom á óvart að hann væri líka að hætta á þingi? „Þetta kom í sjálfu sér allt á óvart þó svo að menn hafi verið að velta þessu fyrir sér. Þetta eru auðvitað ákveðin tímamót því núna erum við komin í stjórnarandstöðu og verkefni okkar að vera samstillt í því að koma okkur aftur í fyrri stöðu. Það er mjög mikilvægt fyrir land og þjóð. Þegar svona tíðindi verða og tilkynningin kemur er það samt alltaf óvænt.“ Guðlaugur Þór fór fram á móti Bjarna til formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2022 en tapaði kosningunni. Guðlaugur fékk um 41 prósent atkvæða á móti 59 prósent atkvæða Bjarna. Ekki tekið ákvörðum um formannskjör Guðlaugur segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhaldið, hvort hann fari fram til formanns á landsfundi sem halda á í febrúar. „Við skulum leyfa þessum degi og þessum dögum að líða. Auðvitað hefur maður verið að undirbúa sig undir þessa breyttu stöðu, stjórnarandstöðuna, hún er mikilvæg. Það er verk fyrir okkur að vinna. Það liggur alveg fyrir að það verður nóg að gera við að halda núverandi ríkisstjórn við efnið. Okkar verkefni, Sjálfstæðismanna allra, er að sækja aftur fólk. Það fólk sem hefur yfirgefið okkur en ekki síður nýtt ungt fólk. Það hefur tekist vel og það er ánægjulegt að sjá hversu mikill kraftur er í ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni en verkefnið er mikilvægt og við þurfum að vera samstillt í því,“ segir Guðlaugur Persónur og leikendur skipti ekki máli Það hefur mikið verið talað um að fresta landsfundinum. Guðlaugur segir aðalatriðið að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi og sæki fram. „Persónur og leikendur eru ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að við gerum þetta saman. Það er eina leiðin og það er mjög mikilvægt að það gerist. Því þetta getur farið í báðar áttir. Við getum náð fyrri styrk, sem er langmikilvægast, en sömuleiðis getur þetta farið verr og það væri ekki gott fyrir íslenska þjóð.“ En þetta er eitthvað sem þú hugsar um, þessi formannsstaða? „Jú,jú auðvitað. Margir hafa haft samband við mig. En mín skilaboð eru þessi: Við verðum núna að taka þetta verkefni mjög alvarlega og stilla saman strengi til að ná fyrri styrk. Við munum aldrei gera það, nema að gera það saman. Dagurinn í dag er dagur Bjarna og ég held að allt sanngjarnt fólk, þegar það hugsa um feril hans, er þakklát fyrir það hvað hann hefur gert og við höfum verið lánsöm að hafa hann, sérstaklega á þessum tímum sem ég nefndi.“ Hann segir formenn flokksins alltaf umdeilda og Bjarni sé það engin undantekning. „Eftir standa verkin og þau eru góð.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
„Þetta er auðvitað óvænt og þetta eru mikil tíðindi. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Bjarni hefur verið mjög öflugur og farsæll forystumaður fyrir íslenska þjóð. Árangur hans er ótvíræður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir að það fyrsta sem komi upp í hugann sé uppbygging og endurreisn í kjölfar fjármálahrunsins. Það hafi skilað þjóðarbúinu miklu og almenningi bættum lífskjörum. „Það mætti nefna ýmislegt annað en ég held að þetta verði það sem stendur upp úr.“ Hafa þekkst lengi Guðlaugur og Bjarni hafa þekkst um langa hríð. „Persónulega höfum við þekkst frá því við vorum tvítugir og það hafa verið mjög góðir tímar þó það hafi auðvitað gengið á ýmsu. Það sem stendur upp úr eru ljúfar minningar um gott samstarf bæði áður en við fórum inn á þing og sömuleiðis á þeim tíma sem við höfum starfað í þinginu.“ Guðlaugur sagðist ekki hafa haft færi á að heyra í Bjarna sjálfum. Það væri allt að gerast frekar hratt og hann sjálfur í Mexíkó. Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína á þingflokksfundi fyrr í dag sem Guðlaugur var viðstaddur í gegnum netið. Kom á óvart að hann væri líka að hætta á þingi? „Þetta kom í sjálfu sér allt á óvart þó svo að menn hafi verið að velta þessu fyrir sér. Þetta eru auðvitað ákveðin tímamót því núna erum við komin í stjórnarandstöðu og verkefni okkar að vera samstillt í því að koma okkur aftur í fyrri stöðu. Það er mjög mikilvægt fyrir land og þjóð. Þegar svona tíðindi verða og tilkynningin kemur er það samt alltaf óvænt.“ Guðlaugur Þór fór fram á móti Bjarna til formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2022 en tapaði kosningunni. Guðlaugur fékk um 41 prósent atkvæða á móti 59 prósent atkvæða Bjarna. Ekki tekið ákvörðum um formannskjör Guðlaugur segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhaldið, hvort hann fari fram til formanns á landsfundi sem halda á í febrúar. „Við skulum leyfa þessum degi og þessum dögum að líða. Auðvitað hefur maður verið að undirbúa sig undir þessa breyttu stöðu, stjórnarandstöðuna, hún er mikilvæg. Það er verk fyrir okkur að vinna. Það liggur alveg fyrir að það verður nóg að gera við að halda núverandi ríkisstjórn við efnið. Okkar verkefni, Sjálfstæðismanna allra, er að sækja aftur fólk. Það fólk sem hefur yfirgefið okkur en ekki síður nýtt ungt fólk. Það hefur tekist vel og það er ánægjulegt að sjá hversu mikill kraftur er í ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni en verkefnið er mikilvægt og við þurfum að vera samstillt í því,“ segir Guðlaugur Persónur og leikendur skipti ekki máli Það hefur mikið verið talað um að fresta landsfundinum. Guðlaugur segir aðalatriðið að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi og sæki fram. „Persónur og leikendur eru ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að við gerum þetta saman. Það er eina leiðin og það er mjög mikilvægt að það gerist. Því þetta getur farið í báðar áttir. Við getum náð fyrri styrk, sem er langmikilvægast, en sömuleiðis getur þetta farið verr og það væri ekki gott fyrir íslenska þjóð.“ En þetta er eitthvað sem þú hugsar um, þessi formannsstaða? „Jú,jú auðvitað. Margir hafa haft samband við mig. En mín skilaboð eru þessi: Við verðum núna að taka þetta verkefni mjög alvarlega og stilla saman strengi til að ná fyrri styrk. Við munum aldrei gera það, nema að gera það saman. Dagurinn í dag er dagur Bjarna og ég held að allt sanngjarnt fólk, þegar það hugsa um feril hans, er þakklát fyrir það hvað hann hefur gert og við höfum verið lánsöm að hafa hann, sérstaklega á þessum tímum sem ég nefndi.“ Hann segir formenn flokksins alltaf umdeilda og Bjarni sé það engin undantekning. „Eftir standa verkin og þau eru góð.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira