Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 23:00 Sir Jim Ratcliffe ólst upp í Manchester og sem stuðningsmaður Manchester United. Paul Scholes sér engin merki um það og telur að Ratcliffe sé alveg sama um stuðningsmenn félagsins. Getty/Visionhaus/John Peters Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og ellefufaldur Englandsmeistari með félaginu, er vægast ósáttur með innkomu Sir Jim Ratcliffe og INEOS fyrirtækisins inn í eigandahóp félagsins. Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025 Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira