Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 23:29 Peter Yarrow er til vinstri, Mary Travers er í miðjunni, og Paul Stookey er hægra megin. Saman mynduðu þau Peter, Paul and Mary. Getty Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár. Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Blautir búkar og pylsupartí Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Blautir búkar og pylsupartí Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp