Innlent

Fylgdarakstur í Hval­fjarðar­göngum vegna þrifa

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hvalfjarðargöng verða þrifin aðfaranætur 9. og 10. janúar.
Hvalfjarðargöng verða þrifin aðfaranætur 9. og 10. janúar. Vísir/Jóhann

Vegna þrifa verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum aðfaranætur 9. og 10. janúar frá miðnætti til sex um morguns.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist upp úr 14 á vef Vegagerðarinnar.

Þar segir að umferð verði stöðvuð við gangamunna uns fylgdarbíll kemur.

Þá eru vegfarendur beðnir um að aka varlega vegna mikillar hálku sem getur myndast við óhreinindi á akbraut þegar þvottur fer fram.

Uppfært: Upphaflega stóð að fylgdaraksturinn væri í febrúar en ekki janúar. Það hefur verið leiðrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×