Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2025 07:05 Reglur um umfjöllun fjölmiðla um hermenn Ísraelshers hafa verið hertar. AP/Ariel Schalit Hermálayfirvöld í Ísrael hafa sett nýjar reglur sem banna fjölmiðlum að nefna full nöfn hermanna eða sýna af þeim myndir þegar þeir taka við þá viðtöl. Ástæðan er áreiti sem hermenn hafa sætt erlendis. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskur hermaður í Brasilíu hefði yfirgefið landið í skyndi eftir að dómari fyrirskipaði lögreglu að hefja rannsókn á ásökunum aðgerðasinna um að hann hermaðurinn hefði átt þátt í stríðsglæpum á Gasa. Átti hann þannig á hættu að verða handtekinn í Brasilíu. Það voru samtökin Hind Rajab Foundation í Belgíu sem sökuðu hermanninn um stríðsglæpi en þau sögðu sannanir liggja fyrir þess efnis að hann hefði komið að því að eyðileggja heimili og svipta fólk lífsviðurværinu. Þá sögðu þau yfirlýsingar hans og hegðun til samræmis við tilraunir Ísraela til þjóðarmorðs á Gasa. Ísraelsher hafði þegar varað hermenn við því að deila upplýsingum um hermennsku sína á samfélagsmiðlum, til að koma í veg fyrir uppákomur af þessu tagi. Nú hefur, eins og fyrr segir, fjölmiðlum hins vegar verið bannað að nota full nöfn og birta myndir og einnig að nefna hermenn í tengslum við einstaka hernaðaraðgerðir. Að sögn Nadav Shoshani, talsmanni Ísraelshers, hafa nokkur tilvik á borð við það í Brasilíu komið upp. Öll eiga það sameiginlegt að aðgerðasinnar hafi leitað til yfirvalda og hvatt þau til að hefja rannsókn gegn hermönnum Ísrael. Alþjóðlegar handtökuskipanir hafa þegar verið gefnar út vegna Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Brasilía Fjölmiðlar Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskur hermaður í Brasilíu hefði yfirgefið landið í skyndi eftir að dómari fyrirskipaði lögreglu að hefja rannsókn á ásökunum aðgerðasinna um að hann hermaðurinn hefði átt þátt í stríðsglæpum á Gasa. Átti hann þannig á hættu að verða handtekinn í Brasilíu. Það voru samtökin Hind Rajab Foundation í Belgíu sem sökuðu hermanninn um stríðsglæpi en þau sögðu sannanir liggja fyrir þess efnis að hann hefði komið að því að eyðileggja heimili og svipta fólk lífsviðurværinu. Þá sögðu þau yfirlýsingar hans og hegðun til samræmis við tilraunir Ísraela til þjóðarmorðs á Gasa. Ísraelsher hafði þegar varað hermenn við því að deila upplýsingum um hermennsku sína á samfélagsmiðlum, til að koma í veg fyrir uppákomur af þessu tagi. Nú hefur, eins og fyrr segir, fjölmiðlum hins vegar verið bannað að nota full nöfn og birta myndir og einnig að nefna hermenn í tengslum við einstaka hernaðaraðgerðir. Að sögn Nadav Shoshani, talsmanni Ísraelshers, hafa nokkur tilvik á borð við það í Brasilíu komið upp. Öll eiga það sameiginlegt að aðgerðasinnar hafi leitað til yfirvalda og hvatt þau til að hefja rannsókn gegn hermönnum Ísrael. Alþjóðlegar handtökuskipanir hafa þegar verið gefnar út vegna Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Brasilía Fjölmiðlar Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira