Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 12:00 Pétur Jóhann gengur fram af sér á fjarlægum slóðum. Fyrsta stiklan úr Alheimsdrauminum er mætt á Vísi. Þar skipa þeir Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 þann 28. febrúar. „Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía. Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla Reynt á öll mörk „Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi. Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél. „En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“ Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum. Alheimsdraumurinn Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
„Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía. Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla Reynt á öll mörk „Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi. Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél. „En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“ Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum.
Alheimsdraumurinn Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18