Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:03 Markaskorararnir Rodgers og Onana fagna í kvöld. Villa-liðið var í sérstökum svörtum treyjum vegna 150 ára afmælis félagsins. Shaun Botterill/Getty Images Aston Villa vann 2-1 endurkomusigur á West Ham United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Villa Park í Birmingham í kvöld. Graham Potter varð því að sætta sig við tap í fyrsta leik hans við stjórnvölin hjá gestunum. Um var að ræða fyrsta leik West Ham undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu af baskneska Spánverjanum Julen Lopategui sem var sagt upp í vikunni eftir aðeins örfáa mánuði í starfi. Það byrjaði vel hjá Potter þar sem Brasilíumaðurinn Lucas Paquéta veitti Hömrunum forystuna eftir tæplega níu mínútna leik þegar Crysancio Summerville fann hann óvaldaðan á teignum. Skömmu síðar missti West Ham hins vegar Þjóðverjann Niclas Füllkrug meiddan af velli og Ross Barkley fór sömuleiðis meiddur út af hjá Villa-mönnum. Staðan aftur á móti 1-0 í hálfleik og Aston Villa átti ekki eina einustu marktilraun gegn West Ham-liði sem leit vel út undir nýjum stjóra. Aston Villa tókst að jafna á 71. mínútu þegar Belginn Amadou Onana kom boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir hornspyrnu. Leikmenn West Ham voru ósáttir við dómara leiksins eftir markið og ástæða þess tvíbent. Þeir vildu meina að hornspyrnudómurinn hefði í raun átt að vera markspyrna fyrir West Ham og þá kölluðu þeir eftir broti á Ezri Konsa, varnarmann Aston Villa, eftir samskipti hans við Lucas Paqueta á teignum í aðdraganda marksins. Engin myndbandsdómgæsla er hins vegar til staðar á þessu stigi FA-bikarsins og markið stóð. Villa-menn hömruðu járnið meðan það var heitt. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Onana kom Morgan Rodgers liðinu yfir eftir snögga sókn. Ollie Watkins gerði vel, fann Rodgers á teignum og sá síðarnefndi stýrði boltanum í netið. Eftir að hafa gott sem ekkert getað framan af leik höfðu Villa-menn snúið taflinu sér í vil á örstuttum kafla. Sá kafli skilaði sínu, liðið vann 2-1 sigur og er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Draumabyrjun Potters með Hamranna varð að engu og hann snýr sér nú að næsta verkefni sem er deildarleikur við Fulham í miðri næstu viku. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Um var að ræða fyrsta leik West Ham undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu af baskneska Spánverjanum Julen Lopategui sem var sagt upp í vikunni eftir aðeins örfáa mánuði í starfi. Það byrjaði vel hjá Potter þar sem Brasilíumaðurinn Lucas Paquéta veitti Hömrunum forystuna eftir tæplega níu mínútna leik þegar Crysancio Summerville fann hann óvaldaðan á teignum. Skömmu síðar missti West Ham hins vegar Þjóðverjann Niclas Füllkrug meiddan af velli og Ross Barkley fór sömuleiðis meiddur út af hjá Villa-mönnum. Staðan aftur á móti 1-0 í hálfleik og Aston Villa átti ekki eina einustu marktilraun gegn West Ham-liði sem leit vel út undir nýjum stjóra. Aston Villa tókst að jafna á 71. mínútu þegar Belginn Amadou Onana kom boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir hornspyrnu. Leikmenn West Ham voru ósáttir við dómara leiksins eftir markið og ástæða þess tvíbent. Þeir vildu meina að hornspyrnudómurinn hefði í raun átt að vera markspyrna fyrir West Ham og þá kölluðu þeir eftir broti á Ezri Konsa, varnarmann Aston Villa, eftir samskipti hans við Lucas Paqueta á teignum í aðdraganda marksins. Engin myndbandsdómgæsla er hins vegar til staðar á þessu stigi FA-bikarsins og markið stóð. Villa-menn hömruðu járnið meðan það var heitt. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Onana kom Morgan Rodgers liðinu yfir eftir snögga sókn. Ollie Watkins gerði vel, fann Rodgers á teignum og sá síðarnefndi stýrði boltanum í netið. Eftir að hafa gott sem ekkert getað framan af leik höfðu Villa-menn snúið taflinu sér í vil á örstuttum kafla. Sá kafli skilaði sínu, liðið vann 2-1 sigur og er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Draumabyrjun Potters með Hamranna varð að engu og hann snýr sér nú að næsta verkefni sem er deildarleikur við Fulham í miðri næstu viku.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira