Íslenski boltinn

Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði tvö mörk á móti uppfeldisfélagi sínu.
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði tvö mörk á móti uppfeldisfélagi sínu. Vísir/Diego

Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson byrja frábærlega með kvennaliðs Vals en þeir tóku við liðinu af Pétri Péturssyni í vetur.

Fyrsti leikur Valskvenna á nýju ári og undir stjórn nýju þjálfaranna fór fram á Hlíðarenda í gær.

Valskonur fóru þar illa með nágranna sína í KR og unnu 8-0 sigur í Reykjavíkurmóti kvenna.

Ísabella Sara Tryggvadóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir skoruðu báðar tvennu fyrir Valsliðið alveg eins og Anna Rakel Pétursdóttir sem kom inn á sem varamaður í hálfleik.

Berglind Rós Ágústsdóttir og Bryndís Eiríksdóttir skoruðu hin mörkin.

Víkingurinn Freyja Stefánsdóttir skoraði fyrstu þrennu ársins í 7-0 sigri Víkingskvenna á Fjölni í B-riðlinum. Dagný Rún Pétursdóttir, Jóhanna Elín Halldórsdóttir, Linda Líf Boama og Arna Ísold Stefánsdóttir skoruðu líka fyrir Víkingsliðið í leiknum.

Arna Ísold er fædd árið 2009 og verður ekki sextán ára fyrr en í september.

Þróttur vann 5-3 sigur á Fram í B-riðlinum. Hildur Laila Hákonardóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og þær Sigríður Theód. Guðmundsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir eitt hvor en fimmta markið var sjálfsmark.

Una Rós Unnarsdóttir, Katrín Erla Clausen og Ólína Sif Hilmarsdóttir skoruðu mörk Framliðsins sem er nýliði í Bestu deild kvenna í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×