Enski boltinn

Ekkert mál fyrir Dýr­lingana

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dibling skorar hér annað marka sinna gegn Swansea í dag.
Dibling skorar hér annað marka sinna gegn Swansea í dag. Vísir/Getty

Southampton er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir 3-0 sigur á Swansea á heimavelli í dag.

Southampton situr í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur átt erfiðu gengi að fagna á tímabilinu en Swanswe er um miðja Championship-deildina. 

Southampton náði sér hins vegar í kærkominn sigur í dag. Kamaldeen Sulemana kom liðinu í 1-0 forystu eftir tuttugu mínútna leik og ungstirnið Tyler Dibling tvöfaldaði forystuna fyrir hlé og staðan í hálfleik var 2-0.

Dibling bætti síðan sínu öðru marki við í síðari hálfleik og Southampton fagnaði 3-0 sigri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×